Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

05 júlí 2007

Ekkert að nálgast?

Það eru engar fréttir ennþá af neinum sem búinn er að fá hringingu. Evrópa er löngu búin að loka sínum skrifstofum og spurning hvort einhverjir í Ameríku fá í dag en annars heyrist mér flestir reikna með að fá pakkann í hendurnar á morgun. Og þá er ekki hringt fyrr en seinnipartinn á morgun eða á mánudag.

Okkar pakki fer til ÍÆ og þaðan í "læknisskoðun" og þýðingu?? og síðan fáum við símtalið langþráða. Biðin er því alls ekki búin ;) og við vitum auðvitað ekki hvenær DHL birtist!

Nú fer spenna í hönd því þetta eru 8 börn og við vitum jú hvorki kyn eða aldur ennþá. Mestar líkur eru á stelpubörnum en strákum hefur þó farið fjölgandi frá Kína þó ekki hafi margir komið hingað enn.

Síminn er því fastur við okkur og maður þorir ekki að hreyfa sig úr GSM sambandi því þá er eins víst að kallið komi.

Og þá er það smá update á hver staðan gæti verið fyrir þá sem eftir koma. Samkvæmt útreikningum yfir þær tölur sem við getum skoðað þá ætti nú 41,8% af nóvembermánuði að vera búinn. Þetta er risa mánuður eins og margoft hefur komið fram og það er reiknað með að það taki 2-4 mánuði að fara yfir restina. Flestir virðast hafa LID í kringum 21 og 22 nóv eða um tæp 22% af heildinni. Það er soldið mikið. Hinsvegar þá urðu allir ofurjákvæðir af því tókst að bæta 14 nóv við júlí en áður hafði verið reiknað með að 11-13 yrði lokadagur. Þetta er því einum degi meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona.

Ef allt gengur upp samkvæmt þessum spám þá ætti nóvember að klárast í síðasta lagi í nóvember á þessu ári og byrjað að fara yfir desember í þeim sama mánuði. Spurning hvort okkar 17 hópur verði nokkuð fyrr en í desember eða janúar ;((((( Þá eru komin tvö ár frá LID og Kínverjar hafa sjálfir sagt að í lok árs 2007 verði biðin líklega komin í tvö ár. En þeir hafa líka sagt að 2008 muni þeir fara að afgreiða aftur 15 daga í einu. Þannig að vonandi byrja þeir á því sem fyrst.

Almennt er fólk að verða sammála um að það virðist vera sem einhver kvóti sé í gangi þó enginn vilji viðurkenna það. Árinu lýkur að ég held 30 nóv á hverju ári og þá hefst nýtt ár með nýjum tölum þannig að það er alltaf von til þess að hlutirnir fari að ganga betur. Hinsvegar ef fólk setur niður mánuðina eftir því sem hefur verið að gerast núna þá er útkoman hreint út sagt skelfileg fyrir þá sem eru nýkomnir í ferlið.

En ég held samt því miður að það sé litlar líkur að 17 sé að fá neitt í hendur fyrr undir lok þessa árs. Því miður vildi ég geta sagt eitthvað annað. Það er búið að taka frá því í febrúar að fara yfir 1 mánuð af upplýsingum og nóvember er hálfnaður í dögum en ekki hálfnaður í prósentum