Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

03 júlí 2007

Ferðaleyfin eru byrjuð að tínast inn

Og það þýðir bara eitt... upplýsingarnar eru rétt ókomnar. Ég held ég hafi bara ekki sofið neitt eða alla vega MJÖG lítið og illa! Við erum enn á stigi R3 þannig að við erum enn í limbóinu.

Upprifjun á R-umsögnunum
R1 Er eitthvað sem hefur mjög lítið vægi. Það hefur einhver sagt það en er mjög ótrúverðugt.
R2 er slúður sem vert er að hafa auga á
R3 Slúður sem þarf að fylgjast með er hefur ekki alveg nóg á bak við sig til þess að hægt sé að segja "þetta er það sem gerist". Slúður sem segir eitt getur haft R3 á meðan slúður sem segir akkúrat það gagnstæða hefur það líka.
R4 Slúður sem hljómar vel og kemur beint frá einhverjum trúverðugum aðila sem hefur oftar en ekki haft rétt fyrir sér þegar kemur að þessu en er samt ekki alveg nóg til að fá R5 á þessu stigi.
R5 Mjög, mjög trúverðugt sem er eins nálægt staðreynd og hægt er að hugsa sér. Það kemur annaðhvort frá einum aðila sem hefur oftast rétt fyrir sér eða frá mörgum aðilum sem allir segja það sama.