Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

27 júlí 2007

Til hamingju hópur 19

Með að vera kominn úr review ;)))) Það er greinilega eitthvað að gerast þarna hinum megin þessa dagana:

26 júlí 2007

Meira um ferðaleyfin

Þau eru ekkert smá fljót að berast núna. Það eru innan við tvær vikur hjá þeim sem hafa beðið styst sem mundi þýða næsta vika hjá okkur ef það gengur eftir. Það er alla vega einn bandarískur hópur sem ég hef heyrt um sem búið er að vara við að þau gætu ferðast mun fyrr en reiknað var með. Tvær fjölskyldur eru með 13 ágúst sem dag til að taka á móti börnunum og við erum að tala um fólk sem fékk upplýsingar 6. júlí. Þetta er frábært. Ég vildi óska að þetta gerðist hjá okkur líka og við færum út fyrr en við reiknum með.

25 júlí 2007

Fyrstu ferðaleyfin farin að berast

JESSSSSSSSSSSSS.... búin að heyra frá tveimur í júlíhópnum sem eru búnar að fá ferðaleyfin (TA) sem þýðir að að þau reikna með að ferðast í vikunni 17 ágúst.

Okkar fór út rúmlega viku seinna en þeirra... ÞAÐ FER AÐ KOMA AÐ ÞESSU... tralalal verð að syngja það...

23 júlí 2007

Rússíbaninn

Mikið afksaplega er ég fegin að vera laus við rússíbanann. Núna stend ég aðeins við hliðina og horfi á ferðina sem er að hefjast og hún er ekki skárri en venjulega. Bjartsýnasta ferðin (og ég veit ekki hvað það lið var að reykja) sagði allur nóvember og hluti af desember næst. Það er búið að bera það til baka og meira segja láta fólk vita sem er 21. nóv að það sé ekki með. Úff ég vona að það sé rangt. Nú þarf þetta að fara að ganga svolítið svo hópur 17 fari að fá sínar upplýsingar en þau eru NÆST!

21 júlí 2007

Góða ferð


Mig langar að óska hópi A góðrar ferðar en þau leggja af stað á morgun til Kína. Spennandi kafli í lífinu að hefjast. Síðan fer hópur B eftir tvær vikur og SVO kemur að okkur. Gangi ykkur vel og skemmtið ykkur vel og njótið Kína í botn...

18 júlí 2007

Hvað er að gerast?

Já þið verið bara að hafa smá biðlund því af einhverjum ástæðum er ég ekki alveg eins niðursokkin í hvað er að gerast í slúðrinu í heiminum. Ég hef bara áhuga á því sem er að gerast í kringum hóp 16. Þetta er þetta klassíska dæmi um að hugsa bara um sjálfan sig hehe

Við höfum verið að reyna að finna upplýsingar um barnaheimilið en það eru ekki mikið um slíkt en þó eitthvað. Allt sem ég hef lesið til þessa ber þó að sama brunni; það er afskaplega vel haldið utan um börnin frá þessu heimili og þau eru öll í fóstri. Fólki ber saman um að að þau séu almennt mjög vel haldin og vel staðsett þroskalega séð. Litla dóttir mín fór t.d. að ganga 13 mánaða (svakalega er gaman að skrifa þessi orð "litla dóttir mín") og það skal viðurkennast að börnin í minni stórfjölskyldu hafa ekki öll farið að ganga svo snemma þrátt fyrir að hafa allan stuðning stórfjölskyldunnar ;) Ég er því mjög stolt af litlu Yun minni. Fjölskylda mín hlær að því að það kemur fram í skýrslunni að hún flettir bókum og þau vilja meina að mér hafi mikið létt (ok ok ég viðurkenni að mér fannst það frábært) og það kemur líka fram að henni finnst gott að borða og er hamingjusamt barn. Hún ætti því að passa fullkomlega inn í þessa fjölskyldu sem elskar að búa til og borða góðan mat og les bækur eins þær hafi verið gerðar bara fyrir okkur ;)

17 júlí 2007

Nýtt slúður

Jæja lífið heldur áfram þó það sé í aðeins öðrum gír en áður ;) Þannig heldur slúðrið áfram líka. Nýjasta nýtt er að eitt umboð hefur haft samband við skjólstæðinga sem eru með LID 12 des og sagt þeim að þau verði með næst. WHAT???? Spurning hvort þeir séu á lyfjum eða hvort þeir vita eitthvað meira en hinir.

Annað slúður sem fer hærra og hærra er að CCAA sé að hækka gjaldið og er talað um að það komi til með að hækka í 4000 dollara en það hefur verið óbreytt í allavega 15 ár. Sum umboð eru þegar búin að hækka og segir sagan að CCAA hafi gefið umboðum frjálsar hendur til að hækka strax... skil það ekki alveg... fá þeir þá hækkunina eða umboðið??? Spyr sá sem ekki veit.

Og við, hinn káti hópur 16. Við erum enn í skýjunum með fallegu dæturnar okkar. Erum búin að hittast og bera saman bækur okkar og dást að þessu öllu og bara yfirleitt vera hamingjusöm saman ;)

Við höfum ákveðið að virða reglur ÍÆ um að birta ekki myndir á netinu fyrr en við leggjum af stað í september en þá fáið þið heldur engan frið hehe Þangað til verið þið bara að trúa mér þegar ég segi að þær eru allar gullfallegar og flinkar og.... já ég get haldið áfram að telja upp ;)

13 júlí 2007

BROS BROS BROS

Hópur 16 er kominn með fréttirnar sínar. Við fengum símtölin langþráðu í gær og hittumst flest niður hjá ÍÆ um 7leitið í gærkvöldi. Við erum svo hamingjusöm að ég persónulega hélt að það væri ekki hægt að vera svona hamingjusamur.

Við eigum átta dætur. Fæddar í byrjun árs 2006. Meira get ég ekki sagt þar sem hvert foreldri verður að fá að tilkynna sínar fréttir ;) En ég get samt sagt ykkur að þær eru ALLAR ÆÐISLEGAR. Já og koma frá Hubei héraði ;)

12 júlí 2007

Áfastur sími

Hvað ætli það taki langan tíma fyrir síma að gróa fastann við mann? Held að minn sími sé að verða þannig! Tek kipp í hvert skipti sem síminn hringir og ykkur að segja hefur aldrei verið jafn mikið hringt í þennan síma eins og síðustu tvo daga. Skrítið!

Annars er lítið að frétta. Fólk er farið að spá í hvenær næstu upplýsingar gætu borist, ég er ekki alveg í formi til að velta mér upp úr því, best að klára þessar fyrst ;)

11 júlí 2007

Erfiðir dagar

Ég verð að viðurkenna að ég er sammála þeim sem hafa skrifað í kommentin um að þessir síðustu dagar fyrir upplýsingar, meðan beðið er eftir að fá fullvissu um hvort við séum með, eru þeir al erfiðustu í biðinni fram að þessu. Ef þessu fer ekki að ljúka bráðlega þá skilur öll fjölskyldan við mig!

Annars er ég búin að vera skoða annarra manna myndir og my god ekki styttir það biðina, held það sé betra að sleppa því. Hins vegar sá ég athyglisverðar myndir í morgun. Það eru tvö stúlkubörn frá sama stað, fæddar með 10 daga millibili og þær eru svo líkar að þær gætu verið tvíburar. Úff ætli það komi oft upp að tvíburum sé sundrað?

Og svo í allt annað. DanAdopt í Danmörku er búið að auglýsa hækkun á ættleiðingargjöldum. Þeir segja að allt hafi hækkað mjög mikið og segja t.d. að ættleiðing frá Kóreu hafi farið úr DKK 93.000 upp í DKK 134.000. Það er skolli mikið sjá hér og hér .

ps. Á laugardag er komið 20 mánaða LID afmæli. TUTTUGU mánuðir!!!!!!

10 júlí 2007

Bíðum og bíðum og bíðum

Það hlýtur að koma að þessu að lokum. Rétt eins og Heiða þá hef ég síma sem er gróinn fastur við mig. Það hefur aldrei áður gerst í mínu lífi en ég verð svo sem að viðurkenna að ég hef aldrei beðið eftir svona mikilvægu símtali fyrr!

Hópurinn er orðinn mjög spenntur og það má ekkert segja án þess að maður bresti í taugaveiklunarhlátur og horfi svo fjarrænt eitthvað út í bláinn.

Ég verð nú að segja frá þeim allra sneggstu af þeim sem ég hef séð. Það er kanadískur hópur sem fékk upplýsingar síðasta fimmtudag, samþykkin voru send út á föstudag og þau eru komin með bráðabirgadagsetningu til Kína 17 ágúst. WOW þetta er hraði!

09 júlí 2007

Löng helgi liðin

Mikið afskaplega var þessi helgi löng. Þó hittist meirihluti hópsins á laugardag í kínverskum mat og talaði um væntingar okkar. Það stytti stundirnar ;)

Það eru að detta inn upplýsingar hjá fólki erlendis og so far er ég búin að sjá tvær tilkynningar frá fólki sem hefur sama LID og við þannig að við eigum að vera með. Það er bara svo stressandi að heyra ekkert þá fer maður að ímynda sér allskonar vitleysu.

06 júlí 2007

Langþráð mynd!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


05 júlí 2007

Símtöl í USA

Vesturströndin er farin að fá símtöl
trallalalal þetta er allt að gerast

Búið að tilkynna fyrsta barnið í nóvembergrúbbunni, það er auðvitað á vesturströnd usa og er stúlka frá Yujiang SWI í Jiangxi og hún er fædd 18. des 2006.

Hver þarf að sofa eftir svona fréttir?

Ekkert að nálgast?

Það eru engar fréttir ennþá af neinum sem búinn er að fá hringingu. Evrópa er löngu búin að loka sínum skrifstofum og spurning hvort einhverjir í Ameríku fá í dag en annars heyrist mér flestir reikna með að fá pakkann í hendurnar á morgun. Og þá er ekki hringt fyrr en seinnipartinn á morgun eða á mánudag.

Okkar pakki fer til ÍÆ og þaðan í "læknisskoðun" og þýðingu?? og síðan fáum við símtalið langþráða. Biðin er því alls ekki búin ;) og við vitum auðvitað ekki hvenær DHL birtist!

Nú fer spenna í hönd því þetta eru 8 börn og við vitum jú hvorki kyn eða aldur ennþá. Mestar líkur eru á stelpubörnum en strákum hefur þó farið fjölgandi frá Kína þó ekki hafi margir komið hingað enn.

Síminn er því fastur við okkur og maður þorir ekki að hreyfa sig úr GSM sambandi því þá er eins víst að kallið komi.

Og þá er það smá update á hver staðan gæti verið fyrir þá sem eftir koma. Samkvæmt útreikningum yfir þær tölur sem við getum skoðað þá ætti nú 41,8% af nóvembermánuði að vera búinn. Þetta er risa mánuður eins og margoft hefur komið fram og það er reiknað með að það taki 2-4 mánuði að fara yfir restina. Flestir virðast hafa LID í kringum 21 og 22 nóv eða um tæp 22% af heildinni. Það er soldið mikið. Hinsvegar þá urðu allir ofurjákvæðir af því tókst að bæta 14 nóv við júlí en áður hafði verið reiknað með að 11-13 yrði lokadagur. Þetta er því einum degi meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona.

Ef allt gengur upp samkvæmt þessum spám þá ætti nóvember að klárast í síðasta lagi í nóvember á þessu ári og byrjað að fara yfir desember í þeim sama mánuði. Spurning hvort okkar 17 hópur verði nokkuð fyrr en í desember eða janúar ;((((( Þá eru komin tvö ár frá LID og Kínverjar hafa sjálfir sagt að í lok árs 2007 verði biðin líklega komin í tvö ár. En þeir hafa líka sagt að 2008 muni þeir fara að afgreiða aftur 15 daga í einu. Þannig að vonandi byrja þeir á því sem fyrst.

Almennt er fólk að verða sammála um að það virðist vera sem einhver kvóti sé í gangi þó enginn vilji viðurkenna það. Árinu lýkur að ég held 30 nóv á hverju ári og þá hefst nýtt ár með nýjum tölum þannig að það er alltaf von til þess að hlutirnir fari að ganga betur. Hinsvegar ef fólk setur niður mánuðina eftir því sem hefur verið að gerast núna þá er útkoman hreint út sagt skelfileg fyrir þá sem eru nýkomnir í ferlið.

En ég held samt því miður að það sé litlar líkur að 17 sé að fá neitt í hendur fyrr undir lok þessa árs. Því miður vildi ég geta sagt eitthvað annað. Það er búið að taka frá því í febrúar að fara yfir 1 mánuð af upplýsingum og nóvember er hálfnaður í dögum en ekki hálfnaður í prósentum

Review fréttir

CCAA er búið að uppfæra á heimasíðu að maí 2006 er kominn út. Sumarmánuðurnir ættu síðan að vera fljótir í skoðun. Til hamingju með þetta.

Staðan!

Ég held það sé opinberlega hægt að segja að við séum inni! Það er ekkert sem bendir til annars. Æ fleiri aðilar eru búnir að birta lokadag sem 14 nóv og fólk erlendis er farið að fá hringingar með þeirri staðfestingu. Hér kemur því smá snoopy dance klikkið hér

Mig langar líka fyrir hönd hóps 16 þakka öllum sem eru að fylgjast með okkur, við finnum gífurlegan stuðning og fyrir það erum við óendanlega þakklát. Sem dæmi hafa flettingar á þessari síðu farið upp í tæplega 600 síðustu daga þannig að vitum að þið eruð þarna ;)

Fríða í hópi 15 setti þetta ljóð inn á kommentin í gærkvöldi og mér finnst það svo fallegt að ég ætla að færa það hingað upp, takk fyrir þetta Fríða ;)

Kisses in the wind.
I hold you in my heart and touch you in my dreams.
You are here each day with me, at least that’s how it seems.
I know you wonder where we are... what’s taking us so long.
But remember child, I love you so and God will keep you strong.

Now go outside and feel the breeze and let it touch your skin...
Because tonight, just as always, I blow you kisses in the wind.
May God hold you in His hands until I can be with you.
I promise you, my darling, I’m doing all that I can do.

Very soon, you’ll have family of real, not just pretend.
But for tonight, just as always, I blow you kisses in the wind.
May God wrap you in His arms and hold you very tight.
And the angels bring the kisses that I send you each night.
--Author unknown

Og aftur takk öll, og nú er bara að bíða eftir símtalinu okkar ;)

04 júlí 2007

R5 á slúðrið

RQ er búin að setja R5 á lokadaginn 14 nóvember. Það er ekkert sem fær R5 nema vera verulega, verulega pottþétt ;))))))

Þannig að ég færi bara myndina úr síðasta pósti aftur hingað upp
Á leiðinni til okkar ;)))
það er hinsvegar ekki alveg ljóst hvenær pakkarnir voru sendir af stað og virðist sem þeir hafi ekki verið sendir fyrr en í dag??? Skil ekki hvernig fólk vissi þá cutoff mörgum áður en dótið var sent... spyr sá sem ekki veit... en mér er svo sem sama meðan ég er með þá er lífið ljúft ;)
Ætla að setja inn á eftir eða morgun hvað þetta gæti þýtt fyrir þá sem eru næstir í röðinni ;)

Ok tökum sénsinn


Það eru nokkur umboð á Spáni og í Kanada búin að lýsa því yfir að 14 sé cutoff..... Eigum við ekki bara að trúa þeim?Ekkert uppfært enn... en

USA er ekki búið að fá neinar upplýsingar ennþá og flestar skrifstofur eru lokaðar í dag vegna 4. júlí hátíðarhalda. Hinsvegar er eitt Evrópuland komið með upplýsingar en ekki búið að hafa samband við neinar fjölskyldur (enda klukkan kannski soldið lítið ennþá, best að gefa þeim séns).

http://www.chinaadoptionforecast.com/ er búið að uppfæra hjá sér og er lokadagur samkvæmt þeim.... 14 nóv...

CCAA er ekki búið að uppfæra sem er ekki skrítið ef skrifstofur eru ekki búnar að fá neinar upplýsingar ennþá.

Ég er 99,9% viss um að við erum með þó ég þori ekki að fagna fyrr en ég sé einhverja síðu með staðfestingu á þessu (einhverja aðra en þessa hér að ofan).

Það fer því í hönd annar sólardagur þar sem við bíðum spennt en samt .... held við séum inni ;)

03 júlí 2007

Á ég að þora?

Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja það en það lítur út fyrir að hvísl við höfum náð inn

Það er allt vitlaust í nóvember grúbbunni og fólk er fullvisst um að tímabilið sé 8-14 nóv! Ég þori ekki alveg að segja það upphátt en mér skilst að það séu einhver umboð í ameríkunni búin að setja það á almennu vefsíðurnar hjá sér!

Hinsvegar er enn umboð sem segja að þau eigi ekki von á neinum pakka í pósti en það var nú líka síðast og svo kom pakki seinna um daginn.

R4

Komið update, nú er það R4 og spennan vex..

Ferðaleyfin eru byrjuð að tínast inn

Og það þýðir bara eitt... upplýsingarnar eru rétt ókomnar. Ég held ég hafi bara ekki sofið neitt eða alla vega MJÖG lítið og illa! Við erum enn á stigi R3 þannig að við erum enn í limbóinu.

Upprifjun á R-umsögnunum
R1 Er eitthvað sem hefur mjög lítið vægi. Það hefur einhver sagt það en er mjög ótrúverðugt.
R2 er slúður sem vert er að hafa auga á
R3 Slúður sem þarf að fylgjast með er hefur ekki alveg nóg á bak við sig til þess að hægt sé að segja "þetta er það sem gerist". Slúður sem segir eitt getur haft R3 á meðan slúður sem segir akkúrat það gagnstæða hefur það líka.
R4 Slúður sem hljómar vel og kemur beint frá einhverjum trúverðugum aðila sem hefur oftar en ekki haft rétt fyrir sér þegar kemur að þessu en er samt ekki alveg nóg til að fá R5 á þessu stigi.
R5 Mjög, mjög trúverðugt sem er eins nálægt staðreynd og hægt er að hugsa sér. Það kemur annaðhvort frá einum aðila sem hefur oftast rétt fyrir sér eða frá mörgum aðilum sem allir segja það sama.

02 júlí 2007

R3

Það er kominn R3 á 14... ég er að fara yfir um hér..

Upplýsingar á leiðinni??????

RQ gefur því R3 að upplýsingar hafi verið sendar frá Kína í dag (sem sagt síðustu nótt að okkar tíma) og R2 að lokadagur sé 14 nóvember

ó mæ god, þetta verður erfitt skal ég segja ykkur! Það er held ég alveg á hreinu að lokadagur verður annaðhvort 13 eða 14, við annað hvort rétt missum af eða við rétt náum inn.

Hinsvegar er þetta hvorutveggja bara slúður ennþá. Það er ekki fyrr en það er R4 sem við getum farið að trúa á þetta og R5 þá er það öruggt. Við erum því enn á slúðurstiginu því það eru önnur umboð sem segja að það sé ekkert farið af stað ennþá.

Þá er það stóra spurningin

Fáum við að vita í þessari viku hvort við erum með? Ég get upplýst það leyndarmál að hópur 16 er á nálum og einbeitingarskortur hrjáir alla vega suma meðlimi hópsins. Þessi vika gæti orðið vikan sem við fáum að vita hvort við höfum eignast börn!!!

Slúðrið er enn alveg í lágmarki og er t.d enn ljóst hvort byrjað er að para eða ekki. Nokkrir sem hafa LID 17 nóv segjast vera búnir að fá símtal um að þeir séu ekki með. Aðrir naga enn neglur og bíða og bíða.