Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 júní 2007

R3

Loksins fór slúðrið af stað. Næsta vika verður rússibani skal ég segja ykkur. Það er R3 staðfesting á að lokadagur verður 10-17 nóv. Það er mjög, mjög vítt bil. Fleiri hafa sagt að lokadagur verði á bilinu 10-14. Ég held að það sé rétt. Nú er bara að vona að það verði 14 en ekki 13 og alls ekki 10 PÚFF!

Það væri samt frábært ef þeir næðu til 17 því þá er séns á að þeir nái að klára 22 nóv í næsta mánuði en það er stærsti dagur nóvember mánaðar og frekar litlar líkur á að þeir fari lengra í það skiptið. En best að einbeita sér bara að 17 svona í fyrsta kastinu.

R3 er eitthvað sem ekki er staðfest en þó nógu margir sem minnast á það til þess að það verði að gefa því gaum

29 júní 2007

Að fara á límingunum

Það er ekkert slúður ennþá. Það er reyndar svo lítið að það þarf ekkert að segja til að fólk fari alveg á límingunum. Það gerðist í gærkvöldi þegar skilaboð komu um að eitthvað umboð hefði sent bréf um að næst kæmu bara 2 dagar. Fólk með Nóv lid (og fleiri) gjörsamlega fór úr sambandi og eftir heilmiklar umræður fram og til baka komu skilaboð frá fleirum sem líka fengu þetta bréf um að viðkomandi hefði lesið vitlaust úr því og það sem raunverulega stóð í því var sem sagt að það væri ekkert slúður annað en þetta pínkulitla sem kom í upphafi mánaðar um að það gæti komið 2 dagar næst.

Þegar fólk er búið að bíða svona lengi þá eru allir "tense" og því viðbúið að hægt sé að lesa allskonar vitleysu og heyra bara það sem maður vill heyra.

Við höldum því bara áfram að naga neglur og ganga og ganga og ganga svoldið meira. Ég verð búin að ganga til Kína ef þetta heldur áfram lengi enn ;)

28 júní 2007

Fimmtudagur

Enn er ekkert slúður. Það eru getgátur um það að þar sem CCAA er að visitera heiminn að þeir hafi tekið lekann með sér. Þeas þeir sem hafa lekið slúðrinu undanfarna mánuði séu nú uppteknir á ferðalögum um heiminn og geti því ekki lekið neinu. Já, já það getur bara alveg verið, það er alla vega furðulegt hversu djúp þögnin er.

Mig langar líka að óska fjölskyldunum fimm til hamingju sem eru loksins að fara að sækja börnin sín. Nú er langri bið loksins að ljúka. Ég get ekki beðið eftir að komast í þeirra spor

27 júní 2007

Er búið að loka?

Skil ekki hvað varð um þetta

Mér finnst alveg kominn tími á að opna hana fyrir þennan mánuð. Ég er alveg tilbúin að fara að standa upp úr stólnum og fara kannski í þessa

26 júní 2007

Fyrsta slúðrið

Jesssss skrímslið er að vakna...
Fyrsta slúður segir að 18 nóv verði ekki með í þetta sinn. Ok
Annað slúður segir að nóvember klárist í ágúst
Haha þeir hljóta að vera á lyfjum. Það eru komnir 2 mánðir og búið að fara yfir 7 daga. Það eru þá eftir 23 dagar til að fara yfir í júlí og ágúst. Hvernig hljómar það? Jú það hljómar skemmtilega en er ekki sennilegt því miður. EN slúður er slúður og bara það að það skuli vera að nefna dagsetningu sem er á EFTIR okkar dagsetningu fær mig til að brosa allan hringinn!

Dauðaþögn

Það er það eina sem hægt er að segja. Það er dauðaþögn. Það er ekki einu sinni orð um hvort það sé byrjað að para eða ekki.

25 júní 2007

Vika í næstu upplýsingar?

Já nú gæti verið vika í næstu upplýsingar en það er ekkert óðelilegt að reikna með að þær gætu komið í næstu viku. Enn er ískyggilega þögult og ekki neitt um slúður.

Það er smávegis verið að velta sér upp úr því að einn stjórnandi á ættleiðingarskrifstofu sagði konu með lid 22 nóv að hún fengi upplýsingar í september. Hún hringdi víst til Kína og spurði og fékk þessi svör. Ahemm einmitt! Ef það er svo auðvelt að fá svör bara með því að hringja, afhverju gera það ekki fleiri? Ég tel því ekki mikinn áreiðanleika fylgja þessari frétt. Hinsvegar eru allmargir á þeirri skoðun að 22 fái upplýsingar í sept þar sem 22 nov er langstærsti dagurinn í nóvember og þegar hann verður með í upplýsingum er líklegt að ekki verði margir dagar með, jafnvel bara tveir eða þrír. Það er allavega rétt að búa sig undir þann möguleika.

Ég er hinsvegar búin að vera að safna nöglum fyrir þessa viku og ætla nú í miklu stresskasti að byrja að naga þær alveg upp í kviku haha as if.. en verð að viðurkenna að það er mikill órói í mér og ég vildi að þessi vika væri búin og næsta hálfnuð...

22 júní 2007

Til hamingju hópur 18!

Til hamingju með að vera loksins komin út úr review herberginu ;)

Það er búinn að vera óþolandi langur tími og tími kominn til að sjá einhverjar breytingar. Ég man þegar við komust loksins úr review hvað mér fannst við kominn loksins eitthvað áleiðis.

21 júní 2007

Munstur?

Það er alltaf verið að koma með nýjar samsæriskenningar um það af hverju þessi fj****** bið hafi lengst svo mikið. Sumar eru skemmtilegar og sumar eru hmmmm fjarstæða. En það er ein sem er lífsseig og það er varðandi fjölda daga sem afgreiddir eru í hverjum mánuði samanborið við mánuði í fyrra. Svona lítur það út:

2006: 11 + 18 + 12 + 5 + 7 + 9 = 62
2007: 19 + 16 + 11 + 2 + 6 + 6 = 60

Næstu mánuðir 2006 voru: 13+15+9
Gætu þá næstu þrír verið: 11+13+7?????????

Nei ég segi bara svona ;)

Það er samt athyglisvert að frá því í febrúar er ekki búið að afgreiða nema tæplega mánuð, á fjögurra mánaða tímabili.

En það eru bara um það bil tvær... TVÆR... tvær vikur til næstu upplýsinga

18 júní 2007

Og biðin lengist enn

CCAA eru búnir að vera á ferðalagi og heimsækja ýmis lönd (þeir virðast gera þetta á hverju ári, því þeir gerðu þetta í fyrra líka). Þeir eru búnir að heimsækja Ástralíu og Nýja Sjáland og eru núna í USA. Á báðum stöðum (Á og NS) er haft eftir þeim að biðin gæti farið í 2,5-3 ár. Jebb svo er nú það. Hinsvegar er það svo sem ekkert sem kemur á óvart á þessu stigi því um næstu mánaðarmót verður stór hópur búinn að bíða í nærri því 20 mánuði. Hinsvegar held ég að þeir viti ekki sjálfir hversu löng biðin gæti orðið því þeir segja að "biðin gæti farið í 2,5-3 ár".

RQ birti link á sjálfboðaverkefni sem fór á nokkur barnaheimili og setti upp hreinsibúnað fyrir vatn þannig að hægt væri að nota vatnið beint úr krönunum í stað þess að þurfa alltaf að sjóða það fyrst. Ef þið farið inn á linkinn og veljið Kína þá eru þar myndir frá verkefninu og myndir frá að því er ég held 7 eða 8 barnaheimilum. Mikið af börnum en sá sem tók myndirnar segir að þeim hafi fækkað mjög mikið. Hann segir forstöðumenn barnaheimilanna tala um að 30-60% færri börn séu á barnaheimilunum nú sem er mjög gott mál. Eitt heimilið sem þeir komu á er á 6 hæðum og nú er búið að loka 4 þeirra en fyrir 2 árum voru allar hæðir fullar. Á því tiltekna heimili eru helmingur eða rúmlega helmingur barnanna með sérþarfir.

Forstöðumennirnir fullyrða að skýringarnar séu þær að færri börn eru borin út (FRÁBÆRT) og mikil aukning sé í innanlandsættleiðingunum (sem er líka FRÁBÆRT). En hér er alla vega linkur á þessa síðu, það er alveg þess virði að verja smá tíma í að skoða hana:
Myndasíða veljið China 2007 og þá eru þarna um 200 myndir.

15 júní 2007

Kærkomin helgi

Já í þessum mánuði er gott að fá helgar því þær marka biðina. Núna eru bara tvær aðrar helgar eftir þar til við vitum hvort við þurfum að bíða mánuð í viðbót jihei.

Í gær las ég spá fram í tímann sem einhver MJÖG töluglöggur er búinn að setja fram. Þetta er langtímaspá og hann byggir hana á upplýsingum frá því í nóv 2005 þegar byrjaði að hægja verulega á öllu ferlinu. Hann segir að það sé augljóst munstur í upplýsingunum þannig að árið 2006 og 2007 harmóni alveg saman. Hvort það er tilviljun eða ekki á nú eftir að koma í ljós. Hann spáði því samkvæmt þessum tölum að þeir mundu ná til 06 nóvember síðast (en þeir fóru til 7.nóv) og vill meina að næst nái þeir til 16-18 (fer eftir því hvenær upplýsingar birtast segir hann). Fyrir ótöluglögga konu eins og mig er afskaplega erfitt að lesa í þessar upplýsingar (held það hafi tekið mig hálftíma að skilja þetta) en það tókst. Ég er ekki að segja að þetta séu sennilegar upplýsingar en þær eru samt áhugaverðar. Ég er ekki alveg tilbúin að fórna sætinu mínu þar sem ég sit og horfi á rússibanann en samt... hinsvegar er fólk almennt mjög vart um sig þennann mánuðinn. Meira segja fólk sem er með LID 11. nóv þorir ekki að segja "ég er næst" og þeir sem eru 9. nóv segjast vera nokkuð vissir en samt ekki 100%. Svona erum við orðin ;)

14 júní 2007

Nítján mánaða LID

jeiiiiiii þetta er kannski ekkert hjartanlegt jeeiiiii en jeiiii samt sem áður því við mjökumst áfram. Í dag eru sem sagt nítján mánuðir frá því umsóknin okkar var logguð inn í Kína. Margt búið að gerast á þeim tíma.

Fyrsta slúðrið er komið upp en það er lítið og ómerkilegt og ég verð að segja eins og er að það snertir mig ekki neitt. Ætla að setja það hér með af því það er komið á stað en það segir ekki neitt og alger óþarfi að fara í hringekjuna strax. Ég nenni ekki einu sinni að standa upp og fara í röðina fyrir þetta slúður.

Slúður 1: Að næstu upplýsingar verði svipaðar og þær síðustu að stærð. Sem segir ekki neitt. Svipaðar hvernig? Jafn margir dagar eða jafnmörg LID?

Slúður 2: Næstu upplýsingar verða stærri en við höfum séð lengi. Haha ég get nú ekki annað en hlegið. Höfum við ekki heyrt þennan áður? Mér finnst hann svo svakalega kunnuglegur eitthvað haha við fáum okkur nú bara kaffi meðan við bíðum eftir að þessi umferð gangi yfir.

Slúður 3: Segir að LID 21 nov ættu að fá upplýsingar í ágúst eða september. En ekki hvenær? Halló það er að koma að þeim og þetta er verulega aumingjalegt slúður að mínu mati. Ég hefði getað giskað á þetta líka án nokkurrar hjálpar.

Sem sagt við skulum bara halda ró okkar og dást að 19 mánuðunum okkar!

11 júní 2007

Biðtími

Þá er það hinn margrómaði biðtími. Það verður ekkert að frétta fyrr en eftir fyrsta lagi viku held ég. Ég setti samt inn tvo nýja teljara sem telja niður að upplýsingum. Annar telur niður til 4 júlí og hinn telur niður til 6 ágúst. Sjáið bara hvað það er stutt eftir. Jafnvel þó horft sé á ágúst þá er samt ÖRstutt eftir og eins gott að fara að skrifa lista yfir allt það sem á eftir að gera áður en lítið barn kemur á heimilið JÆKES!!!!

08 júní 2007

Júlí eða ágúst, ágúst eða júlí, júlí...


07 júní 2007

Raunveruleiki?

Þá er ekki eftir neinu að bíða og best að henda sér í kalda djúpa vatnið. Þetta er ekki svartsýnishjal sem ég ætla að setja fram hér heldur raunsætt mat á þeim upplýsingum sem við höfum fyrir framan okkur. Ég get ekki sagt með "við erum næst" af fullri alvöru því það er alls ekki víst að við verðum næst! Tölurnar tala sínu máli.
Apríl: Upplýsingar um umsóknir 25-26 okt 2005 Tveir dagar
Maí: Upplýsingar um umsóknir 27-okt-01 nóv 2005 Sex dagar
Júní: Upplýsingar um umsóknir 02-7 nóv 2005 Sex dagar
Alls 14 dagar á þremur mánuðum

Ef júli fer eins og júní þá erum við ekki inni.
Hér eru nokkrar leiðindatölur fyrir nóvember en flestir hallast að því í augnablikinu að það verði stjarnfræðilæðilega erfitt að fara yfir hann, því miður:

maí 2007: 1 nóv
Júní 2007: 2-7 nóv.... en það eru 114 LID
Júlí 2007: 8-11 nóv... 115 LID
Ágúst 2007: 12-19 nóv... 102 LID
Sept. 2007: 20-23 nóv... 105 LID
Okt 2007: 24-30 nóv... 128 LID

Auðvitað gæti þetta farið allt öðru vísi. Þeir ættu t.d. að geta farið lengra næst sérstaklega þegar litið er á það að 12 og 13 nóv 2005 var helgi. En það var líka helgi inn í þessum 6 dögum sem komu núna, þannig að í rauninni var bara farið yfir 4 vinnudaga. Fúlt???? Já ekki bara fúlt heldur grautfúlt. Þetta eru tölurnar sem fólk er að velta sér upp úr í dag. Þeir allra BJARTSÝNUSTU segja að í júlí nái þeir fram að 13 nóv. það hefur enn enginn sett 14 nóv með í næsta spáhóp.

Smá update: Það er nokkuð víst að ekki var stór hópur sem fékk upplýsingar þennan mánuðinn. Menn eru að henda á milli sín tölunni 200 fjölskyldur í stað þeirra 600 sem hafa verið undanfarna mánuði. Eina skiptið sem hefur komið svona lítið er þennan fræga tveggja daga skammt sem kom í maí... hvað þetta segir okkur veit ég ekki...

Staðfestingin


þarf engin orð um þetta. Ég var þó að vona að þeir mundu uppfæra upplýsingarnar um að búið væri að fara yfir apríl í skoðun en það virðist sem enn sé bara búið að fara yfir mars. Hann er búinn að vera mikið lengur í skoðun en nóvember var á sínum tíma en sá mánuður sló öll met þegar hann var í skoðun. Það má því alveg reikna með að mars sé eins stór eins talað hefur verið um að undanförnu. Fúlt.

06 júní 2007

Furðulegur mánuður sem heldur áfram að vera furðulegur

Besta að setja ykkur aðeins inn í slúðrið. Á þessari stundu eru nokkrir búnir að fá upplýsingar um að þeir sé með upplýsingar. ALLIR sem hafa látið vita eru með LID 7nóv og eru í USA. Það er enginn sem veit neitt í Evrópu og BLAS þegar haft var samband við þá í morgun segist ekki vita neitt og biður umrædda fjölskyldu að hafa það gott í dag. Furðulegt. Það er sem sagt ekki enn kominn lokadagur þó allflestir séu vissir um að það sé 7. Það er ekki búið að uppfæra síðuna og ekki búið að uppfæra innri síðuna heldur.

05 júní 2007

Loksins er storkurinn kominn

þó hann hafi að vísu ekki borið mikið með sér... Það er pottþétt til 7 en spurning hvort það hafi farið einum eða tceimur dögum lengra. Það er ósennilegt en þó þykist einhver hafa séð yfirlýsingu frá fólki með lid 9 að það hafi fengið upplýsingar en enginn annar hefur staðfest það.

update: ég fann bloggið með LID 9 nov og mér sýnist að þau hafi fengið upplýsingar í apríl af því þau skiptu um og fóru í SN... jæja það mátti alla veganna vona

Ekkert enn

Þetta er svo furðulegt allt saman. Það er í gangi þetta kerfi á innra netinu hjá CCAA þar sem umboðin borga fyrir upplýsingar og sjá þar hver lokadagurinn er. Þetta kerfi hefur ekki verið uppfært ennþá frekar heldur en ytri síðan sem við höfum aðgang að. Hinsvegar er þetta slúður um að 7 sé lokadagur. Það er búið að hafa samband við fullt af fólki sem er með 10 og 11 og þau látin vita að þau séu ekki með. Það sem mér finnst svo furðulegt er þetta kerfi sem er greitt fyrir. Ég væri ekki til í að borga fyrir einhverjar upplýsingar sem allir aðrir fréttu langt á undan mér án þess að borga neitt fyrir. Skiljið þið hvað ég er að fara? Ef þetta er rétt að 7 er lokadagur þá yrði ég FREKAR fúl ef ég greiddi fyrir að fá að vita það og vissi það viku eða seinna á eftir öllum öðrum! Eitt umboð sem ég heyrði um heldur því stöðugt fram að það séu MIKLAR líkur á því að 11 hópurinn þeirra sé með. Hverju á maður að trúa? Staðfasta orðrúmnum um 7 eða vona að þeir hafi komist lengra? Eitt annað skrítið er að það er stöðugt talað um að 7 sé lokadagur og 10 og 11 hafi ekki komist að en það er ekki mikið talað um 8 og 9. Hvar eru þeir í þessu? ARG eins gott að þetta fari að komast á hreint... Já og eitt enn, sum umboðin halda því enn fram að það sé verið að matcha ennþá og hvernig vita þeir þá að lokadagur sé 7???

04 júní 2007

Andskotans

Það eru komnar óstaðfestar fréttir af því að 7 sé lokadagur. Þetta er hinsvegar ekki staðfest ennþá.

01 júní 2007

Afsakið hlé

Það er komin helgi og ég er farin í sumarbústað og ætla ekki að lesa slúður fyrr en á mánudag...jæja ok kannski á sunnudagskvöldið....

Ein í nóvembergrúbbu sem ég er í hafði samband við umboðið sitt og þar var henni sagt að þeir hefðu verið að tala við kontaktinn sinn í Kína og hann sagði að ekki væri kominn á hreint lokadagur né heldur hvenær upplýsingar yrðu sendar... sem eru bara nokkuð góðar upplýsingar. Síðast komu upplýsingar um lokadag bara einn dag á nokkurs fyrirvara. Kannski gerist það aftur núna??????

Aníveis, farin í bústað ...
Brown girl in the ring
Tra la la la la
There's a brown girl in the ring
Tra la la la la la
Brown girl in the ring
Tra la la la la
She looks like a sugar in a plumPlum plum

Show me your motion
Tra la la la la
Come on show me your motion
Tra la la la la la
Show me your motion
Tra la la la la
She looks like a sugar in a plumPlum plum

Gott að maí er búinn!!!!!!!

Þetta er búinn að vera einn furðulegast mánuðurinn síðan ég byrjaði að fylgjast með slúðrinu í mars 2006. Fyrst svaka jákvæðar fréttir, síðan ÞÖGN, síðar mjög neikvæðar fréttir og aftur ÞÖGN og í gær varð allt vitlaust í orðsins fyllstu merkingu út af einhverju bloggi á Spáni. Þar skrifaði viðkomandi eitthvað um að upplýsingar væru komnar og 3 væri með en ekki vitað hver væri lokadagur... og það var eins og við manninn mælt, það trylltist allt. Ég hugsa að þetta tiltekna blogg hafi aldrei fengið eins miklar heimsóknir og það gerði í gær. Það loguðu allir póstlistar og allar grúbbur sem ég er skráð í. Þýðingarvélarnar voru notaðar og allt kom fyrir ekki, það fékkst engin botn í þessa bloggfærslu annað en það sem viðkomandi skrifaði. Held að fólk hafi almennt brennst sig svo á þessum tveggja daga skammt í apríl að bara tilhugsunin um annan eins skammt fær alla til að fara á taugum.

Staðan er hinsvegar sú að það eru enn nokkur umboð sem halda stöðugt fram að þeir nái til 10unda meðan önnur segja 7nda. Það er eins gott að þessi mánuður er búinn og við fáum svör seinni partinn í dag eða á mánudag.