Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

30 desember 2006

Desember ætlar að líða...

...án þess að upplýsingar berist. Það er einhver fjandinn að gerast þarna yfir í Kína. Þá er þetta annar mánuðurinn á stuttum tíma þar sem upplýsingar koma ekki fyrr en eftir mánaðarmót þannig að það dettur einn mánuður út.

Það er nákvæmlega ekkert slúður á ferðinni. Og ekki einu sinni hægt að segja til um það hvort CCA er hætt að uppfæra síðuna eða ekki. Hins vegar, ef þeir ætla að hætta að uppfæra afhverju eru þeir þá ekki búnir að taka boxin niður? Ég skal segja ykkur það það verða langir mánuðir sem bíða ef þetta er það sem koma skal.

Ég nenni ekki að skrifa meira þar sem það er ekkert að frétta. Þeir eru að vinna í dag og mér skilst á morgun líka og fara svo í helgarfrí 1 og 2 jan. Ef eitthvað gerist sem hægt er að skrifa um þá mun ég setja það inn en ef ekki þá segi ég bara:

Gleðilegt ár öll sömul og vonandi verður biðin ekki alveg eins erfið á næsta ári!

27 desember 2006

Heimasíða ccaa

Ekki er vitað neitt um það hvort þeir koma til með að hætta að birta stöðu mála á heimasíðunni sinni eða ef svo er hvenær þeir munu hætta því. Í augnablikinu er hinsvegar lélegt internetsamband við Kína (Asíu) vegna jarðskjalfta við Tævan þannig að ekki er víst að þeir geti breytt neinu í augnablikinu þó þeir vildu. Hér er frétt af Vísi.is


Tækni & vísindi AFP 27.12.2006 06:59
Jarðskjálftar valda truflunum á netsambandi
Jarðskjálftar sem urðu við Taívan í gær hafa truflað netsamband í Asíu en sæstrengur rofnaði við skjálftana. Samkvæmt upplýsingum frá Singapore Telecommunications (SingTel)er unnið að viðgerð en þangað til er Netsamband víða mjög hægt í Asíu.
Samkvæmt upplýsingum frá SingTel er hins vegar í lagi með netsamband við Bandaríkin og Evrópu. Sæstrengurinn sem rofnaði hefur áhrif á netsamband í Japan, Taívan, Suður-Kóreu og Hong Kong.

26 desember 2006

Biðin er enn að lengjast

Safnaði saman tölum yfir biðtímann og það er alveg á hreinu að biðin er ekki enn farin að styttast eða standa í stað:


Í hverjum mánuði lengist hún aðeins og er nú komin í 15,1 mánuð. Það hefur ekki tekið minna en þrjá mánuði að fara yfir hvern mánuð að undanförnu og spurnin hvort september verði öðru vísi með það. Í lok apríl var biðin 10, 9 mánuðir en við síðustu upplýsingar var hún komin í 15,1 mánuð.

Nýju reglurnar

Ég er búin að vera að vandræðast með hvernig ég setja þessar nýju reglur upp. Ég nenni alls ekki að þýða þær og á endanum ákvað ég að best væri bara að ég gerði smá úrdrátt og setti svo allt draslið á sér tengil þannig að hægt sé að skoða þær hvenær sem er. Hann er hér til hliðar

Úrdráttur: Í lið I og II kemur fram eftirfarandi: Umsækjendur verða að vera hjón, maður og kona, og hafa verið gift í 2 ár ef um fyrsta hjónaband er að ræða og 5 ár ef annað hjónaband er hjá öðrum eða báðum. Bæði verað að vera orðin 30 ára og undir 50 ára. Ef um barnið er með sérþarfir þurfa bæði að vera orðin 30 ára og undir 55 ára. Síðan eru talin upp ýmis læknisfræðileg skilyrði í lið III og endað á því að segja að BMI verður að vera 40 eða lægra (hægt er að sjá t.d. á doktor.is hvaða BMI maður er með). Í lið IV er fjallað um eignir og tekjur. Liður V fjallar um lágmarksmenntun. Liður VI segir að börn í fjölskyldunni mega ekki vera fleiri en 5 (að meðtöldu ættleidda barninu) undir 18 ára aldri og það yngsta verður að vera orðið ársgamalt. Liður VII fjallar um sakaskrá og hvaða brot mega ekki vera þar á. Liður VIII fjallar um að þeir sem ættleiða verða að hafa getu til að veita hinu ættleidda barni eða börnum hjálp á öllum þroskastigum þess. Liður IX segir að þeir sem ættleiða verða að samþykkja að skila inn skýrslum eftir ættleiðinguna þar sem segir hvernig gengur og þetta verður að koma fram í sérstöku bréfi sem fylgir umsókninni. Liður X segir að dagsetning þessa bréfs verði að vera eftir að umsóknin er logguð inn hjá CCAA.

24 desember 2006

Og jólin alveg að renna upp...

Jólin sem áttu að vera allt öðru vísi... því þegar litið var til framtíðar um síðustu jól reiknuðum við ekki með öðru en vera orðin þriggja manna fjölskylda..en svona er lífið bara... eins og konfektkassi sagði Forrest Gump og með það í huga óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og hugsa sérstaklega til hóps 15 sem fær dætur sínar til sín eftir örfáa tíma....

Gleðileg Jól

22 desember 2006

Nýju reglurnar

Samkvæmt Ameríkunni þá er búið að gefa út nýju reglurnar. Þær hafa þó ekki enn birst á vefsíðunni (CCAA) og spurning hvort þær geri það þar sem svo virðist sem þetta hafi komið í sniglapósti til þeirra sem þegar eru komnir með þessar uppýsingar. Þessar upplýsingar hafa birst á nokkrum vefsíðum í dag og önnur umboð hafa sent skjólstæðingum sínum þær í pósti. Þetta er rosalega umfangsmikið en það sem ýtir undir að þetta sé rétt er að þessi yfirlýsing er samhljóða hjá þeim sem hafa birt hana. Hægt er að lesa þetta í heild sinni á síðunni hjá RQ (tengillinn er hér til hliðar) en ég held að ég snari þessu ekki yfir á ylhýra íslenskuna í kvöld, því þetta er það langt. Þetta er samt nokkuð samhljóða því sem búið var að birta áður (sjá póst 9.des) nema nánar skilgreint. Farið nánar út í veikindi og lyfjatöku og þess háttar. Það er frekar óljóst hvort þeir sem eru loggaðir inn fyrir 1.maí 2007, hvort þetta komi til með að hafa áhrif á þá en ég held að þetta sé bara svona sérkennilega orðað. Þeir sem eru búnir að sækja um 1.maí 2007 ættu að sleppa.

21 desember 2006

Upplýsingarnar

Það er nákvæmlega ekkert nýtt slúður í gangi um næstu upplýsingar. Enn vitum við ekkert hvort þær komi í þessari viku (hæpið) eða í næstu viku (vonandi) eða jafnvel ekki fyrr en eftir áramót (ég vona ekki). Það eina sem er í gangi núna er umtal um hinar nýju reglur (sjá blogg 9.des). Blöð í USA eru búin að vera að fjalla um þetta eitt af öðru og í gær kom frétt á Vísi.is. Ekkert er þó staðfest enn því CCAA er ekki búið að segja neitt um þetta. Það er vitnað í CCAA í nokkrum greinum en við vitum enn ekki hvað af þessu er rétt. Þannig segja t.d. sum umboð að þetta komi ekki til með að taka gildi fyrr en 1.maí 2007 meðan önnur fullyrða að þetta taki strax gildi 1. janúar 2007. Ekki er heldur vitað hvort þetta hafi áhrif á þá sem þegar eru komnir inn og segja sumir eitt á meðan aðrir fullyrða annað. Sagan sýnir hinsvegar að fram til þessa hafa breytingar ekki virkað afturvirkt en þetta hlýtur að koma í ljós fljótlega.

Svona á skemmtilegri nótum þá er hópur 15 í Kína og virðist skemmta sér konunglega enda hvað er annað hægt þegar þrjár litlar skvísur eru með í för sem gerir ferðina enn sérstakari. Nú þegar ég er komin svona nálægt ferðinni þá fylgist ég enn spenntari með þeirra ferð. Nú verða bara að fara að koma næstu upplýsingar svo við sjáum hvenær við gætum reiknað með að fara (alveg örugglega kannski).

19 desember 2006

Myndir úr review herberginu

Í gær rakst ég á nýjar myndir úr review herberginu. Auðvitað veit maður að þetta er svona en það að sjá það á mynd.. úff það er ekki skrítið að þetta taki allt sinn tíma. Þessar myndir eru á bloggi hjá konu sem er nýkomin heim frá Kína þar sem hún var að sækja 3 ára dreng. Hann var á listanum yfir sérstök börn og þau eru búin að bíða lengi eftir að meiga sækja hann. Það er athyglisvert að lesa þetta blogg því hún er góður penni og lýsir mjög vel skelfingunni sem drengurinn er augljóslega að ganga í gegnum. Á myndum sem eru frá 5.des eru myndir sem sýna öll fötin sem hann var í þegar hann kom..ómægod maður furðar sig á að börn geti hreyft sig svona mikið klædd ;) En hér eru review myndirnar

18 desember 2006

Á leið til Kína

Í dag er 18. desember sem þýðir að á morgun flýgur hópur 15 til Kína ;) Þau eru nú öll lögð af stað til Köben og óska ég þeim til hamingju með það. Þetta er svo spennandi að það hálfa væri nóg!

16 desember 2006

Smá útreikningar

Ég er komin með alvarlegan sviðsskjálfta og ég tel LID umsóknir í hvert skipti sem hægist á heilanum á mér (og það er æði oft þessa dagana skal ég segja ykkur). Ég ákvað því að setja smá pælingar niður á blað. RQ hefur gert nokkuð ýtarlegar skoðanakannanir fyrir sept-okt en lengra ná þær ekki. Nóv. grúbban sem ég er í gerði líka skoðanakönnun þannig að ég byggi á þeim tölum líka (sjá póst 5.des). Það er vísir að könnun fyrir des 2005 en hún var gerð svo snemma í sumar að fáir tóku þátt en ég nota hana samt til að hjálpa mér að klára árið þannig að bæði hópur 16 og 17 sjái hvar þeir mögulega gætu lent.

Síðast afgreiddu þeir 200 LID samkvæmt talningunum hjá RQ (ath þetta er úrtak og því er rauntalan auðvitað miklu hærri). Ég setti niður 2 útkomur og á þeirri fyrri hef ég uþb 200 LID í hvert skipti en bara 140 í þeirri seinni. 29. sept er jókerinn í hópnum því hann virðist vera HUGES. Samkvæmt talningu RQ eru þar 66 LID þannig að það er hæpið að hann nái með næst en af því ég er í bjartsýniskasti ákvað ég að hafa hann með í útreikningi 1. Ég vil ekki gera fleiri en tvo reikninga því ég bara VIL fá upplýsingar í síðasta lagi í mars. Það eru pottþétt einhverjir jókerar í þessu sem ég veit ekki um en svona á þessari stundu er þetta ekkert rosalega svart. Ha Pálína??? Gæti verið verra?????

14 desember 2006

Þrettán mánuðir

Já er það ekki bara. Í dag eru 13 mánuðir frá LID hjá okkur í hópi 16. Ef við bíðum jafnlengi og hópur 15 þá mundi það þýða að við fengjum upplýsingar eftir 1 mánuð og 3 vikur. HA? HA? Hljómar það ekki bara eins og díll? Það væri þá í kringum 7 feb ef við væum nákvæmlega á sama róli og þau..hah það væri nú ekkert smá æðislegt. Held samt að því miður sé það ekki alveg svo gott en hver veit....

Þá eru það næstu upplýsingar. Það er aðeins farið að velta upp slúður. Þrjú umboð hafa sagt til og með 23 sept sem væri algjört kaos því þá eru þeir að fara aftur á bak og þá er ekki séns að við fáum upplýsingar fyrr en einhvern tíma næsta vor... Eitt umboð segir að þeir nái öllum september og það ku vera umboð sem hefur oft haft rétt fyrir sér í gegnum tíðina. Ef þeir ná öllum sept. þá þýðir það alls ekki, endurtek ALLS EKKI að biðin fari að minnka heldur bara að þeir séu að halda við. Ef þeir klára sept næst þá eru þeir að afgreiða svipað margar umsóknir og þeir hafa verið að afgreiða síðustu mánuði. RQ hefur haft spurnir af því að þeir séu að verða búnir að para fyrir þessar upplýsingar þannig að þá er bara spurning hvenær þeir senda þær af stað. En ég held að það verði annaðhvort föstudag fyrir jól eða í vikunni þar á eftir.

13 desember 2006

Engar fréttir

Það er sá tími mánaðarins þegar það er lítið um slúður. Fólk erlendis er endalaust að velta sér upp úr þessum nýju reglum en ég held að þær hafi ekki svo mikil áhrif á okkur hér. Nema auðvitað reglur um einhleypa, þær hafa tvímælalaust áhrif. Eitthvað er byrjað að velta upp hvenær næstu upplýsingar gætu komið og ef allt er á eðlilegu róli væri það á milli jóla og nýárs. Einhverjir segjast samt hafa heyrt að þær komi ekki fyrr en eftir nýár. En það kemur þá bara í ljós, ég held að það séu ekki frídagar í Kína yfir jólin. Frídagar þeirra verða í febrúar þegar nýtt ár hefur göngu sína. Ég bætti inn Lid fyrir hóp 21. Það er svoldið gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Það verður stuð þegar þessir hópar fara erlendis, nóg að fylgjast með ;)

10 desember 2006

Hugleiðingar um "kvótann"

Þessar nýju leiðbeiningar sem ku vera á leiðinni hafa verið í umræðunni núna frá því á miðju síðasta ári. Í kringum ágúst-sept þá var einhleypum sagt að flýta sér að sækja um ef einhver möguleiki væri á því þar sem reglurnar væru að breytast. Hinvegar held ég að fjöldi einhleypra einn og sér sé svo lítill að hann skipti ekki neinu grundvallarmáli varðandi biðtíma og annað. Ef umsóknir eru 2000 á mánuði og 8% af því eru 160. Á ársgrundvelli væru það 1600 af 24000. Ég sé nú ekki alveg að það liggi nein rosa hraðaaukning í því að fella það niður. En það er kannski ekki hugsunin sem liggur þar að baki heldur eitthvað annað.

Mér finnst líka soldið fyndið þetta með net worth. Ameríkanar hugsa svo allt öðru vísi en við hér. Það er hreinlega fyndið. Ein kona var að spá í hvað fælist í þessu og hvort maður nætti telja upp allt sem maður ætti og þetta var listinn "húsgögn, verkfæri, trúlofunarhringur, bíll ísskápur og fleira". Ég hjó sérstaklega eftir þessu með trúlofunarhringinn hehe ég veit að maður á ekki að gera grín að öðru fólki og öðrum þjóðum en hvað er þetta með bandaríkjamenn og trúlofunarhringina þeirra? Hehe ég kæmist nú ekki langt á giftingarhringjum okkar Skakka. Held við yrðum frekar að telja upp eitthvað annað sem "eignir" okkar. Ég veit, ég veit þarna er verið að tala um þessa risa trúlofunarhlunka sem bera hendina ofurliði í hvert sinni sem hendinni er lyft og eru svo og svo margir demantar í. En mér finnst það samt fyndið.

09 desember 2006

Árlegur fundur CCAA partur 3 (lesið part 1 og 2 fyrst)

Best að hafa þetta í sérpunkti því þetta er eitthvað sérstaklega dularfullt. CCAA áætlar að opna tölvupóstkerfi fyrir umboð sem eru tilbúin að borga sérstaklega til að fá að taka þátt í því. Þegar þeir starta þessu ætla þeir að taka aðrar upplýsingar af heimasíðunni. Upplýsingar munu verða sendar til umboða þegar þær eru tilbúnar og umboðin verða að greiða fyrir þær.

Líka að ítreka þennan hluta:
CCAA segist fá tvisvar sinnum meira af umsóknum heldur börnum sem vantar heimili. Biðtíminn frá LID til upplýsinga mun því ekki styttast í bráð og gæti lengst!!!! tekið er sérstaklega fram að ekki er vitað hvað þeir meina með "lengst

Ef þetta reynist rétt þá á biðin eftir að lengjast enn...

Árlegur fundur CCAA partur 2 (lesið part 1 fyrst)

1. Aðeins gift fólk. 8% reglan fyrir einstaklinga gildir þar til 01. maí. Fólk verður að hafa verið gift í 2 ár ef þau hafa ekki verið gift áður en 5 ár ef fólk hefur verið gift áður. Ekki er þó tekið við umsóknum frá fólki sem hefur verið gift oftar en tvisvar. Það er ekki alveg á hreinu hvernig reglan um einstaklingana verður en þeir virðast ætla að orða hana á þann veg að ef börn sem vantar heimili eru fleiri en þeir sem vilja sækja um þá geti einstaklingar ættleitt en annars ekki.
2. Hvort foreldri verður að vera á bilinu 30-50 ára. Hvorugt má vera utan þess aldursbils. Þó geta efri mörk verið 55 ár fyrir fólk sem er að ættleiða börn með sérþarfir.
3. Einungis heilbrigðir foreldrar: Engir geðsjúkdómar, blinda, fötlun eða sjúkdómar (það eru bara tvö umboð sem nefna þetta hin gera það ekki)
4. Báðir foreldrar verða að hafa BMI undir 40.
5. Að minnsta kosti annað foreldri verður að hafa fasta vinnu. Tekjur verða að vera 10.000 usd á hvern meðlim fjölskyldunnar þar með talið barnið sem verið er að ættleiða og netto eignir fjölskyldunnar verða að vera yfir 80.000 usd.
7. Hvort foreldri verður að vera með "high school" menntun eða hærri .
8. Ekki fleiri en 5 börn á heimilinu þmt barnið sem verið er að ættleiða. Yngsta barn fjölskyldunnar verður að vera meira en ársgamalt. Undantekningar verða gerðar fyrir börn með sérþarfir.
9. Gjaldið hækkar úr USD 410 í USD 620 (og það virðist eiga að taka gildi 1 jan).
10. Nýr hópur: á milli barna með sérþarfa og hinna og í hann færu börn sem væru með einhverja þroskaseinkun og lága fæðingarþyngd. Biðtíminn svipaður og fyrir börnin með sérþarfir en gjaldið það sama og hjá börnum sem ekki eru með sérþarfir.

Árlegur fundur CCAA partur 1

Einu sinni á ári heldur CCAA stóran fund og ef það eru einhverjar breytingar í vændum þá koma þær yfirleitt í kjölfarið á þessum fundi. Svo er einnig núna. CCAA er ekki búið að birta yfirlýsingu á síðunni sinni en RQ er búin að birta helstu niðurstöður og hafa fimm umboð þegar birt hluta af þessu eða allt og tvö umboð hafa tilkynnt um væntanlegar breytingar en ekki sagt hvað þær eru (eitt umboðið var svo elskulegt að senda bréf til allra sinns skjólstæðinga klukkan fimm í gær og láta vita að það væru að koma breytingar en ekki væri hægt að segja hverjar þær væru fyrr en eftir helgi... alltaf sama samúðin í þessu liði)

En aníveis er ekki best að skoða þessar væntanlegu breytingar. Það er búið að vera tala um hluta þessara breytinga síðan síðasta sumar en samkvæmt slúðrinu í haust þá vildi kínverska ráðuneytið ekki ganga svona langt en nú er þetta einu sinni enn komið upp á yfirborðið. Það verður spennandi að sjá yfirlýsinguna frá CCAA á heimasíðunni þeirra hvort þeir listi öll þessi atriði.

Og þá byrjar fjörið (tek sérstaklega fram að þarna er verið að vitna í umboð sem var á fundinum og þetta er þeirra skilningur á því sem þarna kom fram). CCAA segist fá tvisvar sinnum meira af umsóknum heldur börnum sem vantar heimili. Biðtíminn frá LID til upplýsinga mun því ekki styttast í bráð og gæti lengst!!!! tekið er sérstaklega fram að ekki er vitað hvað þeir meina með "lengst". Breytingarnar sem koma hér að eftir eiga að taka gildi EFTIR 1. maí 2007:

07 desember 2006

Review herbergið enn og aftur

Hér eru nokkur atriði sem ég vissi ekki um review herbergið en það er þar sem skjölin okkar fara í skoðun áður en þau eru send yfir í pörun. Þessi tvö stig (eða herbergi eða hvað við getum kallað þetta) vinna ekki á sama hraða og tengslin eru ekki önnur en þau að skjölin verða að fara þarna um á einhverju stigi ferilsins.

Svona virðist þetta virka:
Hver umboðsskrifstofa er með sinn eiginn fulltrúa í review. Umboðin vita hvernig á að setja saman skýrsluna okkar og fer það eftir fulltrúa þeirra í reivew hvað er samþykkt og hverju er hafnað. Þess vegna getur verið misjafnt á hvað mismunandi umboð leggja ofuráherslu meðan önnur segja að það þurfi ekkert að spá í þessu eða hinu.

Hver og einn review fulltrúi er með sín eigin umboð eða lönd (það er ekki klárt, ég gæti t.d. trúað að það væri hvoru tveggja). Suma mánuði er okkar fulltrúi með brjálað að gera á miðað við annað fólk sem hann/hún vinnur með og aðra mánuði er það minna. Fer eftir umsóknum frá þeim umboðum sem hann/hún sér um.

Og hvað þýðir þetta? Jú það þýðir að einn ákveðinn fulltrúi gæti verið nokkrum mánuðum á undan öðrum fulltrúa og hann gæti verið þar til hann fær rosa margar umsóknir einn mánuðinn og þá hægir aftur á honum. Þannig gæti einn fulltrúi verið að vinna við að skoða apríl meðan annar er enn að skoða febrúar. CCAA uppfærir ekki síðuna hjá sér um að mánuðurinn sé kominn úr review fyrr en ALLIR eru búnir með þann mánuð. Þess vegna erum við að heyra að verið sé að skoða apríl núna þó enn standi á síðunni hjá þeim að búið sé að skoða til og með 31. janúar.

05 desember 2006

Nóvember dagsetningar

Nú er að koma hugur í mig. Ég er bara að fara til Kína. Að vísu vita Kínverjar ekki af því að ég er að koma svo ég verð að reyna að stytta tímann þar til þeir samþykkja komu mína og eitt af því er að telja hversu margir eru að fara til Kína í Nóvember. Ef það eru 2000 umsóknir á mánuði þá fara þessar 161 umsóknir ekki langt upp í þann fjölda en það er samt gaman að skoða hvernig munstrið er. Þetta er tekið úr einni nóvember grúbbunni sem ég er í og þeir eru með aðra könnun í gangi sem kannski verður nákvæmari... en alla vega er þetta svona til að byrja með. Mér til mikillar gleði sé ég að munstrið er (virðist vera) að það séu fleiri umsóknir EFTIR 15 nóv og við erum fyrir þann tíma. Maður verður að gleðja sig yfir einhverju er það ekki

Apríl í review

Slúðrið segir að apríl sé kominn í skoðunarherbergið fyrir þó nokkru síðan. Það hefur frést af nokkrum sem eru með LID í apríl og hafa fengið einhverjar spurningar. Það er því kannski séns að þeir fari að uppfæra síðuna og láti vita að Feb sé búinn ;)

03 desember 2006

Forecast síðan aftur

Tíminn til kominn að kanna aftur líkurnar hjá Forecast og þetta er það sem þeir segja núna:
"Our best guess - a weighted average of recent CCAA velocities, guessing that CCAA will perform about as well in the future as they are performing now, but might return to previous trends: 2007-04-09", Þetta er miðað við að búið sé að senda upplýsingar til og með 8. sept. Þann 9. okt sögðu þeir líkurnar vera 2007-04-08 og það var miðað við að upplýsingar væru komnar til 25. ágúst. Sem sagt síðustu upplýsingar voru hvorki meiri né minni en undanfarið.

02 desember 2006

Furðulegt hátterni hunds um nótt

Það er eitthvað skrítið á seiði í CCAA heiminum þessa dagana. Eitthvað mjög skrítið. Þegar við byrjuðum í þessu ferli fyrir langa, langa löngu var skilvirkni þess eitt af því sem mér fannst mest treystandi. Einfalt, auðskilið og allir fara í sömu röðina sama hvaðan þeir koma úr heiminum og sama hversu mikla peninga eða hversu frægir þeir eru: 1. Þú sækir um 2 Umsóknin er send til Kína 3 Kína sendir LID dagsetningu sem segir þér hvenær kemur að þér. 4 Eftir X langan tíma færðu ef allt gengur, vel upplýsingar um barn. Í þessu ferli er tímabreytan það eina sem ekki er hægt að segja til með vissu því margt sem getur komið inn í á þeim tíma. Síðan við sóttum um og hófum ferlið hefur allt sem hægt er að gera til að seinka ferlinu gerst. En það er allt önnur Ella og kemur þessu máli ekkert við.
Ég er búin að fylgjast með þessu kerfi síðan í mars og tel mig orðið vita bara allnokkuð um það hvernig þetta allt virkar og fram að þessu hefur kerfið verið eins og sagt var í upphafi: Einfalt og traustvekjandi. Ég hef að vísu ekki skilið leyndardóminn sem ríkir yfir upplýsingum og hvenær vænta má svara en ég skrifa það bara á menningarlegan mismun og reyni að hemja gremju mína (sérstaklega erfitt fyrir manneskju eins og mig sem er upplýsingaóð). Síðustu mánuði hefur samt eitthvað verið að gerast sem hefur hrist aðeins í trúnni á kerfið óskeikula. Þetta eru aðalega þrír þættir:

1. Í ca ágúst fannst starfsmönnum nóg komið um leka frá stofnuninni og að fólk úti í heimi vissi að upplýsingar væru að koma áður en þær voru sendar af stað. Lokað var því fyrir alla leka og nú veit enginn neitt fyrr en ca 2 dögum áður en upplýsingar koma. Enginn veit hvaða dagar eru innifaldir í upplýsingum fyrr en upplýsingar birtast á heimasíðu CCAA og þar er ca 1-2 dögum eftir að upplýsingar berast. Þetta gerir það að verkum að fólk bíður í ofvæni eftir því að vita hvort það er með í þetta skiptið eða hvort það þarf að bíða lengur. Mjög skrítið en OK hvað á ég svo sem með að segja að þetta sé skrítið.

2.Október upplýsingar innihéldu tímabilið 9-25 ágúst. Hinsvegar var fullt af fólki með LID 24 og 25 ágúst sem fékk EKKI upplýsingar. Maskínan fór þegar á fullt við að reyna að finna út hvað væri í gangi en ekki er hægt að spyrja stofnunina sjálfa að því því hún svarar ekki svona tittlingaskít. Niðurstaðan var sú að flestir hefðu lent í því að hafa fengið auka spurningar einhvern tíma á ferlinu sem þurfti að svara og það hefði fært LID þeirra aftur um einhverja X mánuði. Enginn veit hversu langt aftur því þetta flokkast líka undir spurningar sem ekki má spyrja. Enda alveg skiljanlegt því hvað kemur okkur það svo sem við þó dagsetningin sem við höfum mænt á í 14-15 mánuði sé svo bara alls ekki rétt?

3. Nóvember upplýsingar innihalda 26 ágúst til 8 sept. Sumar af fjölskyldum voru skildar eftir í október fengu upplýsingar núna, en ekki allar. En það sem er skrítið er að LID 10,12 og 14 sept fengu upplýsingar núna. Engin skýring, því hverjum kemur svo sem við einhverjar smá breytingar verði? Það sem er skrítið er að hjá sumum þeirra sem eru í þessum hópi þá eru fjölskyldur hjá SAMA umboði sem eru með LID 9 sept en fengu ekki upplýsingar.

Ég veit ekki með ykkur en þegar ég frétti svona þá fer trú mín á kerfið óskeikula að riðlast og ég veit ekkert hvað ég á að halda. Ég er með LID 14 Nóv. Get ég treyst því að þegar kemur að þeim degi að ég fái mínar upplýsingar eða fæ ég þær fyrr eða það sem verra er, fæ ég þær seinna? Ég fór inn á eina síðu hjá RQ sem er með LID 10 sept og þar skrifar konan þá á GUÐLEGA FORSJÓN að þau hafi fengið upplýsingar mánuði fyrr en reiknað var með. Það er gott og blessað en hver er guðlega forsjónin yfir þeim sem eru á undan henni í röðinni en fengu ekki sínar upplýsingar? ARG ARG ég verð svo pirruð þegar ég les guðleg forsjón þetta eða hitt en er samt auðvitað glöð yfir því að konan er búin að fá upplýsingar. Ef þið farið inn á RQ þá er þetta síðan sem heitir Our little Flower og hún er með LID 10 sept sem er TVEIMUR dögum á eftir því sem lokadagsetningin er. Finnst engum það skrítið?????