Meinvill og slúðrið

Slúður af netinu um tímasetningar sem upplýsingar berast frá Kína Okkar LID er 14 nóvember 2005

31 ágúst 2006

Tölur og númer

Hér eru smá hugleiðignar um tölur og númer. Í Kína hafa menn ofurtrú á tölum. Þannig eru sumar tölur taldar vera happatölur meðan aðrar tölur eru bara alls ekki happa. Sumar mjög jákvæðar og aðrar mjög neikvæðar. Ég ætla rétt að vona að fólkið í CCAA sem skoðar umsóknina okkar Skakka sé ekki hjátrúarfullt á þessar tölur því afmælisdagur hans og afmælisár sem hann er ofsalega ánægður með er svo gjörsamlega ekki góðar tölur í Kína hehe eins gott að þessar tölur eiga ekki við hér á okkar heita landi:

Þannig eru tölurnar 1,6,8,9 mjög vinsælar: tölurnar 6,8,9 eru bornar fram á svipaðan hátt og nokkur orð sem hafa jákvæða merkingu: 6 er sama og auðveld og góð þróun/þroski, 8 stendur fyrir ríkur eða að verða ríkur, 9 merkir að eilífu (þess vegna gefa margir strákar draumastúlkunum sínum 9 eða 99 eða jafnvel 999 rósir). Mikið af fólki gifti sig árið 1999.

1 er yfirleitt borið fram sem "yi" en margir í norðanverðu Kína bera það einnig fram sem "Yao" sem hefur sömu merkingu og að geta, vilja eða ætla. Margt viðskiptafólk óskar eftir að símanúmer þeirra innihaldi 1 og 8 af því það merkir að þeir geti eignast mikil auðævi.

Þá eru það óhappatölurnar. Við vesturlandabúarnir erum með töluna 13 en í Kína er það aðeins flóknara en svo. 4 hljómar t.d. svipað og orðið dauði; 7 svipað og reiði, móðgun eða yfirgangssemi. Þessar tölur eru því óvinsælastar af öllum.

Neikvæðu tölurnar geta þó orðið jákvæðar ef þær eru settar með jákvæðum tölum. Þannig verður talan 4 jákvæð þegar hún er sett fyrir framan 8 því þá merkir hún "determined to prosper" eða ákveðin í að dafna.

Mér finst þetta rosa flókið og er dauðfegin að við eigum bara töluna 13 sem að vísu hefur oft verið talin happatala í minni fjölskyldu ;). En það er gaman að skoða þetta og væflast aðeins yfir þessu.

30 ágúst 2006

Af hverju kom ekkert slúður?

Það virðist sem CCAA hafi tekið fyrir "lekann" hjá sér. Það var víst orðið mjög mikið um að ættleiðingarskrifstofur hringdu og vildu fá nánari upplýsingar um ákveðin atriði og þar á meðal um orðróminn um að það væru að koma nýjar reglur. Sömu spurningarnar voru að koma frá mörgum þessara skrifstofa. þannig að nú á ekkert að leka út nema það sem "á að" leka út. Sem er auðvitað fínt mál því þá þarf ekki að vera að ergja sig á einhverju sem er svo barasta hreinasta bull. Einhver hafði samt heyrt að í bígerð væri að það kæmu margir dagar í næstu upplýsingum og CCAA muni segja að þeir hafi getað afkastað svo miklu meira af því þeir hafi ekki þurft að hafa fleiri manns í símanum við að svara spurningum sem þeir gætu hvort eð er ekki svarað. Væri það ekki bara skemmtilegt ef það væri satt? hehe hljómar ágætlega finnst mér...

Aníveis, biðin er nú opinberlega orðin 13-14 mánuðir. Því þeir sem eru með LID 23júlí til dagsins í dag hafa beðið rúma 13 mánuði og verða því búnir að bíða 14 mánuði ef upplýsingar koma á svipuðum tíma næst eins og þær hafa verið að gera hingað til. Það er því eins gott að fara bara að búa sig undir vorferð í Kína.Ú-la-la ég hef heyrt að það sé svo fallegt á vorin í Kína. Garðarnir séu stórkostlegir og trén full af blómum.

29 ágúst 2006

Tvíburar

Ég er búin að fylgjast svo lengi með ákveðnum síðum í ammeríkunni a mér finnst eins og ég þekki eigendur þeirra vel. Ein slík er síðan hjá Mary Miu en hún er með LID 14 júlí og rétt missti því af upplýsingum sem voru síðasta mánuð. En hún fékk heldur betur uppbót því hún fékk TVÍBURA. Ég hef ekki lesið neitt hjá henni um að þau hafi sótt um tvíbura. Ég varð ægilega spennt. Getur það virkilega verið að það sé séns að fólk fái tvíbura án þess að sækja um það sérstaklega? Oh mæ God ég varð bara jafn spennt og hún. Verð bara að leyfa ykkur að skoða slóðina hennar: Salsa

Tvíburar, það yrði hátindurinn ef við eignuðumst svoleiðis kraftaverk. Þó ég viðurkenni að ég verð líka ofsalega glöð með eitt barn.

Þetta eru fjórðu tvíbbarnir sem ég heyri af úr þessum upplýsingum, spáið í því....

psps... Ég setti smá rannsóknarvinnu í gang og ég held að ég sé búin að finna að þau sóttu um eitt barn eða tvíbura.. fengu að vísu skammir frá ameríska féló og urðu að breyta umsókninni í "tvö börn" þannig að ok það koma víst ekki óvæntir tvíburar ;) En það hefði samt verið skemmtilegt ef sá möguleiki væri fyrir hendi, bara rétt eins og í "venjulegri" óléttu.

28 ágúst 2006

Staðfesting


CCAA er búið að uppfæra heimasíðuna og auðvitað var þetta rétt dagsetning 22. júlí. Hinsvegar eru þeir ekki enn búnir að færa nóvember hópinn úr review. Það er nú löngu kominn tími á það.

27 ágúst 2006

Foreldrafélag ættleiddra barna

Mikilvægur atburður átti sér stað í gær en þá var tilkynnt um stofnun nýs félags: Foreldrafélags ættleiddra barna. Hér er smá klausa úr fréttatilkynningunni:

"Gengið hefur verið frá stofnun Foreldrafélags ættleiddra barna, sem opið verður öllum kjörforeldrum og verðandi kjörforeldrum. Foreldrafélaginu er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir að kjörforeldrar á Íslandi eigi sér málsvara, svo að sjónarmið þeirra komi fram í opinberri umræðu og gagnvart stjórnvöldum. Jafnframt er Foreldrafélaginu ætlað að vera almennt hagsmunafélag sem vinna mun að hagsmunum kjörforeldra og barna þeirra í sem víðustum skilningi. Ennfremur er félaginu ætlað að standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum almennt. Því má segja að Foreldrafélaginu sé ætlað það hlutverk að vera bakhjarl foreldra og ættleiddra barna þeirra eftir að ættleiðingarferlinu er lokið. Félagið mun hins vegar ekki sinna þjónustu eða milligöngu um ættleiðingar".

Restin af fréttatilkynningunni og upplýsingar um þetta nýja félag er að finna á heimasíðu félagsins www.aettleiding.is

25 ágúst 2006

SURPRISE og aftur SURPRISE

Upplýsingarnar eru komnar öllum að óvörum. það er ekki búið að koma neitt "stork alert" því það virtist ekki nokkur maður vita af þessu og umboðin reiknuðu ekki með neinu. M.a. talaði eitt umboð við CCAA í fyrrakvöld og þeir minntust ekkert á að búið væri að senda.

Það sem er neikvætt er að það virðist sem upplýsingar nái bara til 22 júli. Það er að segja það er búið að koma staðfesting frá fólki með LID 22 en engum sem hafa LID eftir það. CCAA er ekki búið að uppfæra vefsíðuna sína en það er það sama og þeir gerðu síðast. Þá var síðan ekki uppfærð fyrr en þó nokkru eftir að upplýsingar höfðu borist.

Ég veit ekki alveg hvað skal segja. Þetta eru mikil vonbrigði svo ekki sé meira sagt. Þetta eru 9 dagar ef þetta er rétt. Svoldið mikið stökk aftur á bak frá 15 dögunum sem komu síðast. ÞETTA VERÐUR LANGUR VETUR!

Þegar þetta er skrifað eru komnar inn tvær myndir í júlí dragon fly myndirnar og þær eru báðar mið LID 20 júlí.

24 ágúst 2006

Ekkert enn

Engar fréttir enn og flestir virðast sammála um að ekkert gerist fyrr en í fyrst viku af sept.

23 ágúst 2006

Tíðindalaust

Enn er allt hljótt á vesturvígstöðvunum. Ekki vottur af slúðri. Það er því hæpið að neitt gerist fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

22 ágúst 2006

Ekkert enn

Það er ekkert að gerast. Engar fréttir af pörun eða næstu dagsetningum og Nóv ekki enn kominn út.

21 ágúst 2006

Glænýtt slúður

Ég heyrði eitt glænýtt slúður í morgun og ég fer því brosandi inn í þessa viku. Það er frá gaur sem heitir Claude. Hann fór í frí í síðustu viku og hitti þar konu sem er stjórnandi eins af stóru ættleiðingarumboðunum í USA (Claude er frá Kanada).Það var vika síðan þessi kona kom frá Kína þar sem hún var að sækja sína þriðju dóttur og óhjákvæmlega tóku þau tal saman og oftar en einu sinni þessa viku. Nema hvað. Þessi kona (sem er stjórnandi eins ættleiðingarumboðs- best að leggja áherslu á það) fullyrðir að málin fari að hrökkva í samt lag og það fari að koma að því að þeir nái að afgreiða á innan við 12 mánuðum. Grúbban sem ég er í setti Claude á grillið og vildi fá að vita hvað nákvæmlega þetta þýddi. Hvort það þýddi innan tveggja-þriggja mánaða, eða fyrr eða síðar. Hann sagði það ekki hafa verið ljóst en konan hefði verið mjög örugg með sig og það sem hún hafði að segja. Mér finnst þetta óheyrilega skemmtilegar fréttir og vona að þetta gerist sem FYRST!!!

Annað sem er gleðilegt er að þeir sem fengu upplýsingar síðast eru að fá ferðaleyfin mun fljótar en síðsutu hópar. Hjá þeim sem biðu styst eru það 17 dagar. Já segi og skrifa 17 dagar.. það er innan við þrjár vikur í stað 6-8 eins og alltaf er talað um. Ef þeir geta sent ferðaleyfin svona hratt af stað þá geta þeir líka flýtt hinu ekki satt?

Síðan er slúðrið enn á fullu um þessar nýju takmarkanir sem ku vera í bígerð og það er aftur komið af stað að það verði settar enn frekari hömlur á ættleiðingar fyrir einhleypa. Þeim er ráðlagt að reyna að koma pappírunum sínum inn fyrir áramót ef það er nokkur kostur. Síðast þegar settar voru hömlur á einhleypa var 2001 og þá máttu þau ekki sækja um í einhverja mánuði eftir að hömlurnar voru settar á.

Þetta er samt allt slúður svona ennþá...

18 ágúst 2006

Rússíbaninn enn á uppleið....

...uppppppp... það hefur ekkert nýtt komið frá því ágústorðrómurinn barst um allt. Það eru allir sammála um að það sé fjarstæðukennt að ímynda sér að þetta geti gerst en það eru um leið allir sammála um að það er notalegt að láta sig dreyma smá stund.. ;)

Það eru einhver ferðaleyfi farin að berast en þau eru ekki mörg. Það þarf ekki að vera samhengi þarna á milli þeas að upplýsingar birtist fljótlega á eftir ferðaleyfunum en það hefur samt oft hist þannig á.

Það eru æ fleiri sem tilkynna að umboðin þeirra hafi látið vita að nóv sé kominn út. Það er eins gott að CCAA fari að updeita síðuna áður en við förum öll á taugum.

17 ágúst 2006

Rússíbaninn kominn á fullt....

Welcome..velkomin...welcome...Þá er allt komið á fullt sving. Við þjótum upp og niður aftur eins hratt og hægt er. Gaman, gaman...

Nýjasta nýtt er að CCAA sé að reyna að ná upp hraða og þeir stefni að því að birta allan ágúst núna..haha.. þið verðið að viðurkenna að þetta er soldið skemmtilegt..ha? hehe Auðvitað eru bara oggu oggu pínu ponsu litlar líkur en það er gaman að láta sig dreyma í nokkra klukkutíma.. uuuuuuppppppppppp fer rússíbaninn...
Þetta er sérstaklega skemmtilegt slúður í ljósi þess að það eru bara nokkrir klukkutímar síðan usa grét yfir listanum sem ég setti hér fyrr í morgun.

Annað sem er komið á fullt skrið aftur er að reglunum verði breytt í haust. Sum umboðin er svo viss um þetta að þau hafa sent tilvonandi foreldrum bréf og beðið þau að hraða umsóknum sínum eins og hægt er svo þær séu komnar inn í kerfið þegar breytingarnar taka gildi. Það er víst einhver hefð fyrir að breytingar (ef þær verða) séu tilkynntar í nóvember og þær taki síðan gildi í janúar árið eftir. Misjafnt er hvað er talið að verði innifalið í breytingunum en nú rís það fjöllum hærra að þeir stefni að því að lækka hámarksaldurinn til þess að minnka fjölda umsókna. Eins og er þá er hann 55 ára en þeir ku vera að stefna að því að hafa hann sambærilegan við Kóreu en þar segir sagan að hann sé 45 ár. Ég hef ekki hugmynd hvort þetta er satt en set þetta bara svona með svo þið sjáið að nú er allt komið á fullt.

Margt smátt

Í gær og fyrrdag sendu tvö af stærri umboðunum í USA út að þeir teldu eftirfarandi vera líklegt ferli:
LID 14/7/05 to 28/7/05: Ágúst upplýsingar (13 mán bið)
LID 29/7/05 to 12/8/05: September upplýsingar (13-14 mán bið)
LID 13/8/05 to 29/8/05: Oktober upplýsingar(14 mán bið)
LID 30/8/05 to 13/9/05: November upplýsingar (14-15 mán bið)
LID 14/9/05 to 28/9/05: Desember upplýsingar (15 mán bið)
LID 29/9/05 to 13/10/05: Janúar upplýsingar (15-16 mán bið)

Þegar þetta er skoðað sést að þetta er byggt á útkomu síðustu mánaða. Þau eru ekki að reikna með neinum breytingum, heldur að afgreiddar verða 2 vikur í einu. Annað þessara umboða sendir svona spá einu sinni í viku og hefur til þessa aldrei hitt á réttan lokadag (munar frá 2-5 dögum sem þeir segja styttra en hefur svo komið út) þannig að ég held að það sé allt í lagi að skoða þessa spá bara nákvæmlega eins og hún er: eða spá um hvað gæti gerst..hvorki meira né minna. Ekki skrifað í stein og alls ekki eitthvað sem ekki gæti breyst. Þetta eru ekkert annað en maður fær ef maður skiptir hverjum mánuði í tvennt.

Spænska umboðið og BLAS segjast ekki hafa hugmynd um það einnþá hvernig þessi mánuður fari þannig að þangað til þeir gefa út sína spá er best að taka öllum öðrum með varúð.

Eitt umboð er búið að segja að upplýsingar á CCAA geti farið að breytast varðandi NOVLIDin því það sé bara spurning um dag hvenær þeir segi að NOV sé kominn út úr skoðun. Ég vildi að þeir drifu það bara af. Þá gætum við í NOV farið að slaka aðeins á og "njóta" biðarinnar sem eftir er.

Svona er það nú bara. Sem sagt ekkert nýtt slúður, bara vangaveltur um þetta sama gamla.

16 ágúst 2006

Sólar-sumardagar

Það er góður tími þegar ekki er mikið um neikvætt slúður. Það er svoleiðis tími núna. Það er að vísu nákvæmlega ekkert nýtt slúður en það er annað mál. Starfsmenn CCAA ku vera í sumarfríi núna, þeas helmingur í þessari viku og seinni helmingurinn í næstu viku. Á meðan fáum við sól hérna í Reykjavíkinni, svona áður en haustið skellur á með sínum þunga.

ps. ég veit að það var eitthvað neikvætt slúður á ferðinni í gær en ég hef kosið að ignora það algjörlega og halda bara áfram með það sem við erum komin með. Að vísu sendi ein í nóvhópnum mínum fyrirspurn til síns umboðs um hvort biðtími hafi breyst eitthvað. Þetta er kanadískt umboð sem hefur sagt frá því á apríl að biðin verði 18 mánuðir og þeir standa enn fast við það (fyrir nov 2005).

15 ágúst 2006

Vil ekki heyra

...slúðrið sem er í gangi núna og hef ákveðið að ignora það algjörlega. Þeir sem vilja lesa það sjálfir geta farið inn á síðuna hjá RQ og lesið þar. Ég hinsvegar læt sem ég hafi ekki lesið þetta og ætla að skrifa eitthvað jákvætt og gott á morgun.

14 ágúst 2006

Níu mánuðir = full meðganga??

Já það er rétt. Í dag á nóvember hópurinn níu mánaða LID afmæli sem þýðir að meðgangan er orðin nákvæmlega níu mánuðir. Við Skakki prufuðum að keyra einhvern þvottabalaveg í gær til að koma öllu af stað en ég held að það hafi ekki þýtt neitt. Hvorugt okkar fann nokkra breytingu!!!

Þá er það blessað slúðrið. Lítið fer fyrir því nema ágiskanir eru enn um víðan völl varðandi næsta "cut off". Hinsvegar hefur spænska umboðið látið hafa eftir sér að það sé enn ekki tilbúið til að segja neitt um næstu "cut off" dagsetningu. Sem þýðir hvað? Í rauninni ekki neitt annað en þeir hafa ekki frétt neitt. Persónulega finnst mér þetta samt benda til þess að þrátt fyrir að orðrómurinn segði að upplýsingar kæmi framarlega í ágústmánuði, að þær berist bara á sínum tíma einhvern tíma í kringum helgina 24 ágúst.

11 ágúst 2006

Haft eftir umboði

Jæja, gaurinn sem ég minntist á fyrr í dag hafði þetta eftir umboðinu sínu:
1. Að hann fengi upplýsingar í næsta mánuði (LID 10 ág). Honum var sagt að það kæmi stórkostlega á óvart ef það kæmi í þessum mánuði þar sem það virtust vera mjög margar umsóknir síðustu dagana í júlí en þó væri það staðreynd að stundum kæmi CCAA með eitthvað alveg óvænt. Hann spurði um líkurnar á því að CCAA mundi "taka skref afturá bak" og hann fengi upplýsingar seinna og var svarið að það mundi ekki gerast.
2. Hann fékk ekki uppgefið neina nákvæma lokadaga en þegar hann nefndi að hann héldi að 28júlí væri dagurinn sem hann teldi líklegan lokadag, var honum sagt að það væri mjööög góð ágiskun"
3. Ágúst er svipaður júlí að því leiti að það eru miklu fleiri umsóknir síðustu daga mánaðarins og niðurstöður kannana RQ sýna það líka. Umboðið telur því líklegt að restin af júlí og síðan ágúst og september muni fylgja sama munstri og seinni helmingur júní mánaðar og síðustu upplýsingar. DAMN DAMN DAMN ef þetta er rétt
4. TA (ferðaleyfin) ættu að vera svipuð eins og þau hafa verið (6-8 vikur) en síðasti hópur er klárlega undantekning (ferðaleyfin fyrir júní hafa enn ekki borist öllum).
5. Hans LID ætti að vera að ferðast í seinni hluta nóvember eða eftir því hvenær upplýsingar verða senda út næsta mánuð og hversu fljótt ferðaleyfin fylgja á eftir því. Umboðið segir algengast að fólk sé að ferðast innan 8 vikna frá upplýsingum og að þeir reikni með að það haldist þannig.
6. Tímasetning á því hvenær næstu upplýsingar koma út munu mjög líklega ráða hvenær upplýsingar verða senda næstu mánuði (að áliti umboðsins). En CCAA fylgir nokkuð ströngum tímaramma um hvenær ákveðnir atburðir gerast.

Ekkert nýtt

Það er ekkert nýtt að gerast. Það fer örugglega að aukast slúðrið eftir helgi.

Varðandi listann umrædda: Einn gaur sem ég veit um, fór og talaði við umboðið sitt sem hann er viss um að hafi listann umrædda og þeir sannfærðu hann um að svo væri..eða hann segist vera 99,9% viss um að þeir hafi listann. Hann er með LID framarlega í ágúst og þeir sögðu honum að fengi upplýsingar í Sept. Hann vildi hinsvegar ekki segja meira en sendi til RQ það sem hann er með í höndunum fyrir hana að vinna úr en hún er bara ekki komin á fætur ennþá. Spáið í því að ég skuli vita hvenær éinhver í ammmeríku fari á fætur ha? hehe Spennandi að sjá hvað hún skrifar um þetta.

PSPS Ég gleymdi að segja að þessi gaur er með LID 10 ágúst 05.

10 ágúst 2006

Lítið slúður

Ó það er fyndið að lesa yfir það sem RQ setti upp í gær. Það er greinilegt að umboðin vita ekkert í sinn haus.. hér er smá dæmi um slíkt:
*************
Umboð A lætur vita að það reikni með að biðin eigi eftir að lengjast vegna þess að það séu svo margir sem snúa sér til Kína vegna þess hve erfitt er að ættleiða frá öðrum löndum. Sama umboð segir fólki með LID seint í október að það fái sínar upplýsingar í nóvember eða fyrr.
Umboð B telur að biðin eigi eftir að styttast vegna þess að fólk hætti við að ættleiða frá Kína út af langri bið í dag eða snúi sér að SN ættleiðingum (special need).
Umboð C sem sagði fyrir nokkrum mánuðum að ágúst LID mundu ekki fá upplýsingar á þessu ári segir í dag að þau muni fá upplýsingar í sept eða okt.
Umboð D heldur fast við að biðtími eigi eftir að lengjast í 16-18 mánuði.
Umboð E segir að biðin komi til með að vera stöðug um 12-13 mánuðir því CCAA muni ráða fleira fólk osfrv.
Umboð F er sammála og segir biðina fara að hámarki í 14 mánuði en muni líklega vera í kringum 12-13 mánuði.
Umboð G segist ekki reikna með að biðin fari yfir 14 mánuði.
Umboð H telur að LID seint í ágúst og snemma í sept muni fá upplýsingar í Nóv.
Umboð I telur að LID seint í ágúst muni fá upplýsingar í November eða snemma í des.
Sama umboð telur að LID seint í ágúst fái upplýsingar seint í okt. Sama umboð telur að fólk með LID seint í janúar fái upplýsingar í júní eða júlí.
Umboð J telur að LID í feb komi til með að bíða í 18 mánuði
Umboð K telur að Jan LID muni bíða í 14 mánuði
Umboð L telur að janúar LID fái upplýsingar í mars, segir að ferillinn fari að hraða sér eftir að flutningum sé alveg lokið að fullu
Umboð M telur að LID seint í sept fái upplýsingar í janúar og ef hlautirnir breytast eitthvað þá í allra fyrsta lagi í Nóv.
Umboð N telur að LID um miðjan sept fái upplýsingar í sept.
***************

Þetta er nú eiginlega mjög fyndið. Heyrði af einni konu í gær sem talaði við sitt umboð og þeir sögðu að biðin yrði svona 12-13 mánuðir og sögðu rétt á eftir að hún gæti reiknað með að fá sínar upplýsingar í mánuði X sem reyndust þá vera 16 mánuðir..en ekki 12-13 mánuðir. Og þetta var í sama samtalinu.

Ég er að hugsa um að halda bara áfram að vera bjartsýn og reikna með Janúar fyrir nóvemberhópinn með möguleika á desember. Hvernig hljómar það sem bjartsýnisvonir? Í dag er ég uppfull af bjartsýni og neita að trúa einhverju svartsýnisbulli um 16-18 mánaða bið. Bara hreint út neita svona bulli..nananananan held fyrir eyrun og heyri ekki neitt....

09 ágúst 2006

Af hverju allar þessar misvísandi upplýsingar?

Það er undarlegt hvernig þetta slúður virkar. Einn segir þetta og annar segir eitthvað allt annað. Einn segir t.d. að bið eftir upplýsingum muni ekki fara upp fyrir 12 mánuði meðan sá næsti segir að biðin muni fara upp í amk 18 mánuði. (Þeir sem hafa beðið lengst núna verða búnir að bíða í 13 mánuði 14 ágúst). Jæja og hvert er ég að fara með þetta sem við vitum öll? Jú RQ skrifaði í gær hvernig hún telur að þetta virki og hvers vegna upplýsingarnar séu svona misvísandi:

Hún telur að starfsmaður í "review" herberginu segi eitt á meðan starfsmaður í "matching" herberginu segi eitthvað allt annað og meðan séu tveir yfirmenn sem líka gefa sitthvorar upplýsingarnar. Þannig sé hægt að spyrja fjóra starfsmenn CCAA sömu spurningarinnar og fá fjögur ólík svör. Og til þess að flækja málin enn frekar þá hafi stafsmaður "matching" rétt fyrir sér í fjóra mánuði í röð og síðan fimmta mánuðinn þá sé það yfirmaðurinn sem hafi rétt fyrir sér.

Hún er viss um að það sé allavega einn aðili hjá CCAA sem viti hvað gengur á og að spænska umboðið sem hafi yfirleitt rétt fyrir sér hafi sambönd við þennan aðila.

Staðan er því þannig núna að það eru starfsmenn í "matching" sem segja að biðin verði að minnsta kosti 18 mánuðir, yfirmaður í "matching" segir að að hann sé engin spákona og það sé engin leið að spá fyrir um hvað biðið verði löng, síðan er það yfirmaður CCAA sem segir að hann vilji ekki að biðin fari yfir 12 mánuði og segir fólki að það muni fá upplýsingar innan þess tíma.

Síðan er það sem hún sagði í gær sem ég hef verið að velta fyrir mér síðan þá. Hún fullyrðir að hún hafi upplýsingar frá nokkrum ólíkum aðilum víðsvegar að sem segi að nokkur umboð hafi fengið í hendur lista yfir alla þá sem muni fá upplýsingar á þessu ári! Já einmitt, rétt lesið. Það sé til listi þar sem búið er að setja niður alla sem munu fá upplýsingar í ár. Ok ef þetta er rétt þá gefur það klárlega til kynna að CCAA sé með einhverja áætlun í gangi sem það fer eftir. RQ telur að ástæða þess að umboðin hafi ekki lekið þessum lista sé að þau vilji ekki vekja falsvonir hjá neinum. Hinsvegar þá ættu þessi sömu umboð að geta gefið út einhverja spá byggða á þessum listum og samkvæmt hennar vitund hafi enginn gefið út slíka spá. Þetta er allt hið furðulegasta mál og frekar með ólíkindum ef ég má segja svo.

RQ segir ennfremur að hvert og eitt umboð sé með aðgang að einum aðila í "matching". Einu sinni á ári rótera allir þannig að svissað sé um aðila til þess að ekki skapist "of gott" samband milli þessa aðila og umboðanna. Sumir þessara kontakt aðila gefi umboðum sínum fullt af upplýsingum meðan aðrir gefa nær engar. Sumir hafi góða yfirsýn snemma í mánuðnum hvernig hver mánuður kemur til með að líta út og láta sín umboð vita af því. Sumir giski hinsvegar of snemma og hafi því oft rangt fyrir sér. Enn aðrir gefi ekki út neinar upplýsingar fyrr en pörun er lokið. Málið sé hinsvegar þannig að þegar pörun sé lokið þá eigi þessir kontaktaðilar að hafa samband við sín umboð og gefa þeim upplýsingar og þar á meðal um lokadag sem upplýsingarnar ná yfir og hversu margar fjölskyldur séu með hverju sinni. Þannig sé hægt að leiðrétta villur ef einhverjar hafa orðið áður en upplýsingarnar eru sendar af stað. Hinsvegar virðist sem þetta sé að breytast í þá átt að búið sé að þjálfa eitthvað af nýja fólkinu þannig að það eigi ekki að gefa neinar upplýsingar og það sama fólk sé hrætt við að gefa sínum umboðum upplýsingar og þar af leiðandi séu sum umboð sem viti ekkert fyrr en þau fá pakkann með upplýsingunum hverju sinni. Þetta hljómar ekkert svo ósennilega finnst mér. Og niðurstaðan af þessu öllu sé síðan sú að umboðin séu á milli steins og sleggju: annarsvegar eru það skjólstæðingarnir sem krefjast upplýsinga (sem umboðin séu stundum með og stundum ekki) og hinsvegar séu þau hrædd við að styggja CCAA með því að veita of miklar upplýsingar.

Æi þetta er erfið veröld sem við búum í. Persónulega segi ég samt að ég vil vita hvar ég stend. Ég er upplýsingalæs og ég tel mig vera nógu þroskaða til að ekki þurfi að hlífa mér. Ég geri þá bara mín plön í samráði við þær upplýsingar sem ég hef hverju sinni. Þetta upplýsingaleysi er algjör píning og ekkert annað.

08 ágúst 2006

Ekkert í dag

Ég nenni bara alls ekki að blogga í dag. Enda er alltof snemmt til að almennilegt slúður sé komið af stað. Eigið góðan dag!

06 ágúst 2006

Nýtt slúður

Tvö umboð hafa sent yfirlýsingar:
Umboð A segir að fólk með LID 25 júlí sé í næsti hópi og skuli reikna með upplýsingum í annarri eða þriðju viku ágúst.
Umboð B segir að júlí 26 LID sé með í næstu upplýsingum og skuli reikna með þeim innan tveggja vikna.

review room - matching room

Review room: Pappírarnir okkar fara fyrst þangað til skoðunar.
Matching room: Þar eru við pöruð saman við börnin sem okkur eru ætluð.

Pappírarnir eru skráðir inn hjá CCAA og við fáum okkar LID númer. Síðan bíða þeir í einhvern X tíma þangað til þeir fara í skoðun og þar geta þeir verið í heillangan tíma því þeir virðast ekki færast yfir í matching (pörun) fyrr en öllum fyrirspurnum sem CCAA gæti haft varðandi einhverja pappíra hefur verið svarað. Það er t.d. misjafnt hversu lengi hver mánuður virðist vera í review en þó ber öllum saman um að mánuður er kominn í review löngu áður en tilkynning um að næsti mánuður á undan sé kominn úr skoðun. T.d er langt síðan fóru að koma sögur af fólki með DES LID sem hefur þurft að veita auka upplýsingar þó að nóv sé opinberlega í review og sé búinn að vera þar í tvo mánuði (en byrjað var að biðja um auka upplýsingar frá fólki fyrir löngu, löngu síðan.

Við erum ekki sloppin í gegn hjá CCAA fyrr en það kemur á síðuna hjá þeim að næsti mánuður á eftir okkur sé kominn í review. Og það er ekkert samband milli review room og matching room að því leiti að það helst ekki í hendur hvenær þeir birta upplýsingar á síðunni.

ps.. ég veit að ég hef sagt þetta áður en það er ópinberlega staðfest að nóv sé sloppinn... það eru nokkrir í einni grúbbunni sem ég er í (ekki þessi opinberi nóv hópur heldur annar minni og mun effektivari) búnir að fá staðfestingu frá umboðum sínum að nóv sé kominn út. En þetta er ekki opinberlega staðfest fyrr en CCAA birtir þetta á síðunni sinni... svona koma svo...

05 ágúst 2006

Smá vangaveltur

Ég var búin að setja þetta í kommentin en ákvað að setja þetta sem sér færslu líka. Ég nefnilega fattaði allt í einu af hverju þeir segja að þeir sem hafa LID seint í júlí fái upplýsingar í september. Þeir eru að byggja á reynslu undanfarinna mánuða þar sem það hefur ekki enn farið upp fyrir 15 daga upplýsingamagn í einu. Ef CCAA heldur sig við 15 daga þá ná næstu upplýsingar til 28 júlí og þá eru þrír dagar eftir af júlí = þeir sem eru með LID seint í júlí fá upplýsingar í sept. Ég er ekki að segja að þetta verði svona en ég skil logíkina hjá þeim. Þeir eru bara að gera það sama og við, að reyna að finna eitthvað kerfi.

04 ágúst 2006

Það er allt of snemmt til að það sé komið nýtt slúður en... (frh2)

CCAA segja að það séu færri börn til að ættleiða erlendis því miklu fleiri séu farnir að ættleiða innanlands í Kína en flest allar aðrar heimildir benda til að þetta sé ekki satt. Yfirgefin börn séu ekki færri en áður og barnheimilin sé yfirfull af litlum börnum. Ég sá vitnað í eitt barnaheimili þar sem ekki voru færri en 1500 börn en samt hafði það heimili aðeins verið með 40 börn í alþjóðlegri ættleiðingu þetta árið. Og vídeóið sem ég vitnaði í hér um daginn sýndi líka aðra sögu. þar voru komin ný börn í rúm þessara sem voru að fara þegar foreldrarnir komu að skoða barnaheimilið. Bendir ekki alveg til þess að séu færri börn en áður. Því miður. Ég gæti alveg sætt mig við lengri bið ef ég tryði því eitt andartak að ástæðan væri sú að færri börn þyrftu á ættleiðingu að halda en ég held að því miður sé það ekki rétt.

Það er allt of snemmt til að það sé komið nýtt slúður en... (frh)

Það er jú alltof snemmt að vera með yfirlýsingar og pælingar en ég er samt í stuði til þess. Ég ætla að vona að númer 1 og 2 sé RANGT og RQ hafi rétt fyrir sér. Númer 4 er afskaplega ólíklegt en kommon mikið afskaplega væri það samt rosa, rosa, rosalega skemmtilegt. Til þess að það gerist þarf samt eitthvað mikið að breytast en hinsvegar þá eru tveir seinkunarþættir sem eru úr sögunni; Númer 1 er HUNAN en það er áberandi að það eru þó nokkur börn sem koma þaðan í þetta skiptið. Þannig að það virðist sem það ljóta mál sé loksins að verða yfirstaðið. Síðan eru það flutningarnir sem eru loksins búnir.

Það er allt of snemmt til að það sé komið nýtt slúður en...

.. það eru samt alls konar spekulasjónir í gangi um næstu upplýsingar. Samkvæmt RQ eru tvö umboð búin að gefa frá sér einskonar yfirlýsingar. Hér á eftir kemur það sem helst er á lofti þessa dagana:
  1. Annað er lítið umboð og það segir að næstu upplýsingar munu ná allavega til 27 eða 28 júlí en þeir reikni samt heldur með að CCAA nái að klára júlí næst.
  2. Hitt umboðið sem er meðalstórt og frekar vel þekkt, segir að þeir sem eru með LID seint í júlí geti reiknað með upplýsingum í september.
  3. RQ sjálf reiknar með að þeir nái til alla vega 8 ágúst. Hún byggir það á því að samkvæmt könnunum hennar virðast fyrstu dagarnar í ágúst vera með afskaplega fá LID.
  4. Spænska liðið virðist vera að velta sér upp úr því að hluti af nóvember geti komið í október.

02 ágúst 2006

CCAA síðan loksins uppfærð

Jæja þá eru þeir loksins búnir að uppfæra heimasíðuna. Ekkert sem þar kemur á óvart. Ekki uppfærðu þeir review herbergið ennþá, það ætlar að verða löng bið eftir að nóvember hópurinn sleppi þar út.

01 ágúst 2006

Júlíbörnin

Þá eru upplýsingar og myndir að berast þeim sem fengu upplýsingar núna. Hægt er að kíkja á þessa síðu til að sjá myndir: júlídragonflies en það eru ekki komnar neinar nýjar á hana þegar þetta er skrifað. Koma eflaust inn í dag eða á morgun.

Eitt af dönsku umboðunum tilkynnti að til þeirra kæmu 10 börn: Sjö stelpur og þrír strákar. Öll á aldrinum 9,5-10,5 mánaða.